Moren.
Aðalfundur Jötuns var haldinn s.l. föstudag. 38 manns mættu til fundar. Fundurinn var nokkuð líflegur og var nokkur umræða um veiðistjórnunar frumvörp Jóns bónda. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun um þau mál.
Vestmannaeyjum 3. júní 2011
Ályktun
Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns, haldinn þann 3. júní 2011, mótmælir harðlega framkomnum frumvörpum sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnunina og skorar á sjávarútvegsráðherra að draga þau til baka að hluta til.
Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns 2011 telur mjög alvarlegt ef ráðherra eða framkvæmdavaldinu almennt sé gefið víðtækt vald með setningu reglugerða um ýmis mikilvæg atriði. Það er mjög óeðlilegt, að mati aðalfundarins, að löggjafarvaldið framselji vald sitt í svo ríkum mæli til framkvæmdavaldsins, sem gert er í frumvörpum sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnunina.
Ef þessi tvö frumvörp verða samþykkt óbreytt á Alþingi Íslendinga er verið að taka miklar aflaheimildir frá sjómönnum í Vestmannaeyjum og færa öðrum, s.s. tómstundasjómönnum og smábátum. Sjómenn í Vestmannaeyjum hafa á undanförnum árum tekið þátt í niðurskurði aflaheimilda í þeirri fullvissu að verið væri að byggja upp fiskistofnana. Núna þegar betur árar á að taka aukninguna frá okkur og aðrir munu njóta góðs af, sem ekki hafa til þess unnið.
Aðafundur Sjómannafélagsins Jötuns minnir á að stóra sáttanefndin um fiskveiðistjórnunina komst að niðurstöðu sem nær alger sátt var um. Nú skal þeirri sátt kollvarpað með pólitískum æfingum ríkisstjórnarinnar í þágu réttlætis til handa landsmönnum.
Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns lítur svo á að með frumvörpum sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórninni, sé verið að taka stóran spón úr aski sjómanna í Vestmannaeyjum sem er algerlega óásættanlegt að mati aðalfundarins. Það er ljóst, að mati aðalfundarins, að réttlæti Ríkisstjórnar Íslands nær ekki til sjómanna í Vestmannaeyjum.
Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns mótmælir þeirri hækkun sem boðuð er á auðlindagjaldi í sjávarútvegi. Það er ljóst að svona hækkanir lenda þar sem síst skildi, þ.e. á sjómönnum sjálfum. Fundrinn minnir á að kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna eru lausir og hækkanir á gjöldum útgerðarinnar liðka ekki til fyrir kjarasamningum.
Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns fagnar að í frumvörpum sjávarútvegsráðherra eru ákvæði sem banna nánast framsal aflaheimilda. Einnig tekur aðalfundurinn undir þau sjónarmið í frumvörpum sjávarútvegsráðherra, sem gera útgerðum óhægara um vik að flytja aflaheimildir úr einu plássi í annað, án nokkurs samráðs við heimamenn og stéttarfélög sjómanna.
Að lokum minnir aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns á helstu kröfu sjómannasamtakanna til margra ára um frjálsa verðmyndun á fiski. T.d. með fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.