Sjómannadagur 2011

Moren.

Jæja nú er Sjómannadagurinn liðinn. Þetta var alveg frábær helgi og viljum við peyjarnir í Sjómannadagsráði þakka fyrir okkur. Bryggjan á laugardeginum klikkaði ekki þrátt fyrir frekar kalt veður. Hátíðarsamkoman í Höllinni á laugardagskvöldið var hreint út sagt geggjuð. Dagskráin keyrð á fullu og ball til að verða fimm um morguninn. Krakkarnir í leikfélaginu sungu fyrir okkur nokkur lög úr mamma mia. Síðan tóku Guðrún Gunnars og Stebbi Hilmars við og tóku nokkur Eyjalög. Obbósí fóru á kostum fram undir miðnætti með stuðningi Árna Johnsen og Júlla kokks. Tríkot tryllti svo lýðinn fram undir morgun. Tríkot verða alltaf betri og betri. Maturinn hjá Einsa Kalda var sér kapítuli. Forréttaborð og steikarborð sem tóku öllu fram sem áður hefur komið frá Einsa. Takk Einar fyrir frábæra veislu.

Sunnudagurinn var með hefðbundnu sniði. Sjómannadagsráð byrjaði í skötuveislu hjá Adda Johnsen og þaðan í sjómannamessu. Snorri Óskarsson hélt magnaða ræðu við minnisvarðann og sagði okkur frá því að 60 ár eru liðin síðan minnisvarðinn var reistur. Heiðranir á Stakkó og verðlaunafhendingar fyrir keppni helgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband