Moren.
Jæja sjómenn nú er Sjómannadagurinn á næsta leiti. Suðurey landaði í morgun fullfermi 80 tonnum. Þorsteinn landaði á þriðjudag 110 tonnum ufsi þorskur. Þórunn landaði í gær fullfermi 110 tonnum. Drangavík er komin úr slipp og farin á sjó. Frár landaði í gær 40 tonnum þorsk + bland af Víkinni.
En hér kemur grind af dagskrá Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja.
Föstudagur 3 júní
Kl. 1400: Knattspyrnumót áhafna á Þórsvellinum skráning í síma 869-8687
Kl. 1600: Golf, opna sjóaramótið. Mætið á völlinn, vegleg verðlaun.
Kl. 2200: Söngkvöld Adda Johnsen í Akóges, úrval af tónlistarfólki ásamt Árna Johnsen.
Kl: 2230: Tónleikar í Höllinni. Todmobile með stórtónleika.
Laugardagur 4 júní
Kl. 1230: Á horni Strandvegs við Flatir. Stutt athöfn við gamla gufuketilinn og afhjúpað upplýsingaskilti um starfssemi Lifrarsamlags Vestmannaeyja 1932-2009.
Kl. 1300: Sjómannafjör í Friðarhöfn
Sr. Guðmundur Örn Jónsson blessar daginn.
Kappróður, koddaslagur, spretthlaup á sjónum, hoppukastalar, rólan, björgunarbáturinn,
Mummi Fúsa sýnir heljarstökk á reiðhjóli, Leikfélagið verður á staðnum, popp og flos, fluglínutækin sýnd,keppni bestu netamanna flotans.
Ribsafari kynnir nýja bátinn og býður upp á ódýrar ferðir á 50 mílna ferð.
Kynnir verður hinn valinkunni mublusjómaður, Leó Snær Sveinsson.
Kl. 1530 Málverkasýning í Toppnum. Tobbi Villa sýnir brælumyndir. Sölusýning, allur ágóði rennur til Björgunarfélags Vestmannaeyja
Höllin.
Kl. 2000: Hátíðarsamkoma í Höllinni.
Húsið opnar kl 1930. Matur fram borinn kl 2000. Lúðrasveitin startar kvöldinu. Lifandi músik undir borðhaldi.
Nýjasti kvikmyndaleikstjóri Eyjanna, Elvar Böddason sýnir nýja heimildarmynd um grálúðuveiðar.
Leikfélag Vestmannaeyja heiðrað í tilefni 100 ára afmælisins.
Tónleikar; Guðrún Gunnars og Stebbi Hilmars taka Eyjalögin og sitthvað fleira.
Mamma Mia
Tríkot og Obbósí (Tríkósí ) stíga á stokk, sýna spilagaldra, spá í bolla, taka lagið og sprella með mannskapinn.
Addi Johnsen tekur gamla Jón í Gvendarhúsi og Sæsavalsinn.
Tríkósí tryllir lýðinn fram eftir nóttu.
Veislustjóri Jarl Sigurgeirsson.
Matur skemmtun og ball kr 8000. Ball kr 2600. Borðapantanir í síma 698-2572
Koma svo sjómenn Sjómannadagsráð er til fyrir ykkur og þið verðið að koma til okkar svo hægt verði að halda þessari starfsemi úti.
Svo verður sunnudagurinn með hefðbundnu sniði og tónleikar með Magnúsi og Jóhanni um kvöldið, þúsund kall inn.
Bloggvinir
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Valmundur og takk fyrir þetta blogg um aflabrögð, alltaf gaman að lesa þær fréttir frá þér. Annars ein athugasemd Valmundur minn, ekki getur nýja Þórunn Sveinsdóttir verið með fullfermi með 110 tonn
.
Ekki er dónaleg dagskrá Sjómannadagsins, það er gott að Sjómannadagurinn ætlar að halda velli í Vestmannaeyjum og þar eiga sjómenn heiður skilið. Hlakka til að fá Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2011.
Gleðilegan sjómannadag, sjómenn, sjómannsfjölskyldur og allir Eyjamenn, SJÓMANNADAGURINN er Stórhátíð sem við skulum viðhalda um ókomin ár.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.5.2011 kl. 22:15
Sæll félagi.
Þórunn getur verið með 400 lítil kör það eru um130 tonn en eru sjaldan með svo mörg um borð. Sigurjón lætur þá ekki hafa nema 340, segir að það sé alveg nóg ofan í þessa fiskimenn. Annars klári þeir bara kvótann í hvelli.
Valmundur Valmundsson, 2.6.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.