Haukur á Reykjum.

Moren.

Í gær, föstudag 15 apríl lönduðu nokkuð margir. Nú er fæðingarorlof hjá þorskinum hér fyrir suðurlandinu. Því líkur kl. 1000 á skírdag. Rauði herinn kom allur til löndunar, með þokkalegan afla. Svona 20-50 tonn. Suðurey landaði líka í gær sem og Dala Rafn. Þeir voru með fínan afla. Vídalín líka.

En að fyrirsögninni. Hauk á Reykjum þekkja allir Eyjamenn. Og reyndar margir í London líka. Haukur er upphafsmaður að ferð til Grimsby og Hull um miðjan maí. 20 manna hópur fer með Hauki. Tilefnið er að árið 1954 fórst báturinn Glaður Ve rétt austur af Eyjum. Áhöfnin komst í gúmbát og var bjargað af áhöfn togarans Hull City frá Grimsby, eftir mikið volk. Leifur bróðir Hauks var einn skipbrotsmanna af Glað. Í minningu hans og annara í áhöfn Glaðs, hefur Haukur látið útbúa minningar skjöld um þessa björgun og einnig verður á skyldinum þakkir til breskra og skoskra sjómanna, frá sjómönnum og útgerðarmönnum  í Eyjum og frá Björgunarfélaginu. Þessir félagar okkar björguðu fjölmörgum íslenskum sjómönnum frá bráðum dauða meðan þeir fiskuðu hér við Ísland. Einnig er einn áhafnarmeðlima Hull City á lífi og verður honum afhentur heiðursskjöldur Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja fyrir björgunarafrek af þessu tilefni í sjómannamessu í Grimsby þann 14 maí.

Fulltrúar allra þessara félaga fara með Hauki í ferðina og hefur Haukur m.a. boðið séra Kristjáni Björnssyni með í för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband