Fiskur og Hressó.

Moren á miðvikudegi 6. apríl.

Þorsteinn landaði í morgun 100 tonnum af blönduðum afla. Í gær lönduðu Smáey góðum 50 tonnum, Dala Rafn 60 tonnum og Vídalín 100 tonnum. Svo voru Bergey og Vestmannaey að koma til löndunar. Þórunn verður á morgun, var komin með góð 90 tonn í morgun. Nú er lækkandi fiskverð vegna aukins framboðs og vinnslurnar hafa ekki undan þannig að menn eru farnir að róast í sókninni margir hverjir. Þorskarnir eru að þvælast fyrir öllum. Ætla að finna upp þorskafælu fyrir öll veiðarfæri og verða milli. Verður örugglega ekki snúið að fá viðurkenningu frá Hafró.

Nú er að hefjast Heilsuefling sjómanna í Hressó. Áskorunin gengur útá að minnka fituna á sjómönnum og kenna þeim að éta réttan mat. Einnig eiga menn að hafa meira úthald eftir keppnina. Kætist þá kvenpeningurinn. Lokarimman verður á Sjómannadaginn og þá verður keppt í sjómanni, og þrekhringur Önnu Dóru verður tekinn í nefið. Keppendur verða vegnir og metnir á alla kanta. Svo verður kannski líka keppt í hamborgaraáti, allt eftir stemmingunni. Keppt verður milli áhafna og einnig milli einstaklinga. Sjómannafélagið tekur þátt í kostnaði sinna félagsmanna við keppnina. Svo hefur heyrst að nokkrir útgerðarmenn ætli að borga brúsann fyrir sínar áhafnir, sem er mjög gott mál og sparnaður fyrir Jötunn!!! Endilega að kíkja við í Hressó eða hringja og skrá sig og sína áhöfn.

Heilsuefling smanna.

Bæði til skemmtunar og heilsueflingar

Hefst vikuna 10. - 17. apríl og líkur föstudaginn 3. júní

Innifalið er:

vigtun og mælingar i upphafi og lok tímabilsins. Stöð

umat i upphafi og endi

(þar sem menn geta séð framfarir sínar á tímabilinu)

Ótakmarkaður aðgangur í stöðina.

Aðgangur að þjálfara í stöðinni.(panta tíma, einn eða fleiri saman.) 
Æfingaáætlun (bæði lyftinga og brennslu;) -
Fræðsluefni.Mataruppskriftir og ráðleggingar.
E-mail samband við þjálfara.

Keppt verdur milli áhafnarmeðlima hver missir flest kíló-
hver mesta fitupró
sentu og hver flesta cm. Og vinnur sá

sem kemur best út miðað við öll þessi atriði,

Keppni verður milli báta: þar sem tveir á hverjum bát sem misst hafa fIest kg. telja. 3. j

úní höldum við þrekmeistarakeppni þar sem tveir af hverjum bát

keppa í greinum sem við gefum upp seinna. - 3. júní

 verður að sjálfsögðu keppt i sjómanni!!

Verð á mann fyrir allan pakkann: 15.000 kr.

 

HRESSÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband