Gullskipið.

Moren.

Gullskipið er fundið. það liggur í Landeyjahöfn. Og fyrsti apríl er í dag. En að öllu gamni slepptu er gullskipið ekki í Landeyjahöfn allavega ekki ennþá. Herjólfur er í Vestmannaeyjum eða Þorlákshöfn. Gullskip Vegagerðarinnar. Hækkun um 100 kall er skítur á priki en þegar saman kemur er um miklar fjárhæðir að ræða fyrir Vegagerðina. Svo passar Vegagerðin uppá að aðrir fái ekki notið Landeyjahafnar. Skýringin er sú að ekkert af þeim farþegaskipum í Eyjum nema Herjólfur hafi leyfi til farþegaflutninga. Hvaða farþega eru Viking og Ribsafari þá að flytja? Drauga og vofur sem enginn sér?

Við verðum að pressa á Siglingastofnun að rjúfa nú skarð í múrinn og leyfa þeim sem eru í atvinnurekstri og hafa leyfi til farþegaflutninga að nota höfnina dýru sem er hér handan við Heimaklett. Aðstöðu fyrir skipin tvö sem rætt er um, er mjög auðvelt að koma upp. Flotbryggja er til, stigi yfir varnargarðinn er fljótsmíðaður og afgreiðsluhús er til. Þegar og ef Herjólfur siglir í Landeyjahöfn verður hún lokuð öðrum skipum, þegar hann athafnar sig þar. Að viðlögðum sektum. Í annan tíma verður höfnin opin. Ölduhæðin setur nægar skorður með siglingar smábáta í Bakkafjöru. Ef hún er meiri en einn metri er höfnin einfaldlega lokuð til siglinga nema fyrir títtnefndan Herjólf. Einfalt og gott.

Svo er brjálað fiskirí á flestum miðum. Þórunn landaði í gær einhverjum afla af miklu dýpi. Gjölni, búra, stinglax, tussunef, langhala, slétthala og tussubarða, ekki sást mjaldur í þessari veiðiferð Þórunnar Sveinsdóttur. Drangavík landaði líka í gær fullfermi og með í stíunum líka, nema hvað. Stígandi er kominn heim úr útlegðinni fyrir vestan og landaði líka í gær sem og Bergur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gullskip Vegagerðarinnar. Hækkun um 100 kall er skítur á priki en þegar saman kemur er um miklar fjárhæðir að ræða fyrir Vegagerðina."

þetta er í raun meiri hækkun en 100 krónur fyrir vegagerðina.

Nú gef ég mér það að þú eigir afsláttarkort í herjólf, sem að þú þurftir að borga 30.000 til þess að fá 50.000 króna inneign.

semsagt lánar eimskip/vegagerðinni þennan pening í heillangan tíma til þess að fá 40% afslátt á ferðum.

inneignin þín breytist ekkert við hækkanir á gjaldskrá herjólfs.

þannig að allir þeir sem að eiga inneign hjá herjólfi eftir 1 (eða var það 15.) maí eru að fara að tapa á því.

síðan er það náttúrulega líka fáránlegt að þurfa að borga sömu upphæð (30.000) fyrir afsláttarkort í þorlákshöfn og landeyjarhöfn.

sama ferðatíðni þýðir 3x lengri tími sem að þú ert að eyða þessari inneing

(5 vikna fresti, 2 aðilar og bíll fram og til baka) = ~6 mánuður í þorlákshöfn

(5 vikna fresti, 2 aðilar og bíll fram og til baka) = ~18 mánuðir í landeyjarhöfn.

á þessu 1 auka ári geta komið fram hækkanir (nú þegar inni 7% hækkun sem að hefur ekki verið hrint út í verðlagið), og ef að gjaldskrá hækkar þá er afslátturinn sem að þú kaupir í upphafi að minnka

Árni Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, getur þú frætt mig á því hvað er tussubarði og tussunef?????

Svo get ég sagt þér að Stígandi er í öðrum túr hér í Eyjum.

Kær kveðja kollegi.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.4.2011 kl. 00:42

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sælir félagar. Já við erum lánastofnanir fyrir Eimskip. Ætli þeir séu með innistæðutryggingar? Helgi, tussunefur er trjónufiskur, í gamla daga var ég með bátsmanni sem skýrði alla fiska og skip upp á nýtt og öll nöfnin voru fyrir neðan mitti. T.d. var Ýmir hf skýrður Haustböllurinn, Dagrún Ís var Tussunesið o.s.frv.

Valmundur Valmundsson, 2.4.2011 kl. 09:58

4 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Og veri þeir ávallt velkomnir Stígandamenn, takk fyrir það Helgi.

Valmundur Valmundsson, 2.4.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband