Saga af gulu handklæði

Moren 

Einu sinni var rauður bátur sem réri frá Vestmannaeyjum á trolli. Áhöfnin var merkileg blanda af íslenskum sjómönnum. Flestir höfðu þeir viðurnefni. Svo sem Beikon, Massinn, Dúllan, Kallinn, Tóinn, Kvikindið, Polli róni og fleiri góð nöfn. Þannig háttaði til að lokinni aðgerð að einn og einn komst að við vaskinn á baðinu til að þvo sér í framan og um hendurnar eftir aðgerðina. Þar hékk gult handklæði sem menn auðvitað notuðu til að þurrka sér í framan og um hendurnar eftir þvottinn.

Eitt sinn á landstími eftir vel heppnaðan en nokkuð langan túr sátu áhafnarmeðlimir í borðsalnum á kjaftatörn og í góðu spjalli. Berst í tal að Massinn hefði ekkert farið í bað í túrnum og væri orðinn nokkuð súr kallinn. Mótmælti Massi hástöfum og skýrði frá að hann vaskaði slátrið á hverjum morgni í vaskinum á baðinu. Fölnuðu nú hinir af áhöfninni mjög og að lokum spurði einn þeirra. ,, Með hvaða handklæði þurrkarðu slátrið Massi,"  ,,Nú auðvitað með GULA handklæðinu" svaraði Massinn að bragði.

En fréttir dagsins. Vídalín landaði í gær fullfermi 120 tonnum mest karfa. Gullberg landaði í morgun fullfermi held ég. Vestmannaey kom í dag með 75 tonn. Mörg skip eru á Selvogsbankanum og fiska vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gult handklæði hefur ekki komið á mitt heimili síðan ! Á hin bóginn hefur Massinn alltaf verið meira en velkomin um borð.

  Takk fyrir góða síðu. Skari.

Óskar á Frá (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 00:34

2 identicon

  .. Skemmtileg saga og þarft innlegg í sýklaflóru umræðuna...Takk fyrir lifandi lýsingar af veiðum og vinnslu, sem sagt ... flott síða takk.Kv.

Sigurður Þór Ögm. (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:14

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Já takk fyrir hóið félagar. Massinn er ávallt velkominn og kemur alltaf fagnandi með faðmlögum og kossum.

Valmundur Valmundsson, 31.3.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband