Fiskiríið undanfarið.

Moren.

Flotinn sem landaði í síðustu viku var með ágætan afla. Rauði herinn með ca. 65 tonn hver. Frár með góð 50 tonn. Dala Rafn 60 tonn, Gullberg 52 tonn, Drangavík 80 tonn, Þórunn Sveins tæp 90 tonn, Bergur 65 tonn. Suðurey kom á laugardagskvöld biluð með tæp 50 tonn. (Og bilaðan mannskap!!)

Fiskur á Bankanum ufsi, þorskur og lýsa en ýsupíkan lætur bíða eftir sér. Bara sýnishorn sem meðafli. Rallið hjá togurunum kom ágætlega út hefur heyrst á götubylgjunni. Vonandi að fiskiríið hafi ekki verið það mikið að Hafró þurfi að reikna vísitöluna upp á nýtt nokkur ár aftur í tímann.

Senn kemur að frumvarp Jóns bónda líti dagsins ljós um fiskveiðistjórnunina. Líklega verða þar einhverjir pottar sem pólitíkusarnir geta spreytt sig á að misnota.

Samgöngumálin eru ofarlega í huga Eyjamanna nú um stundir. Skandia er að moka þegar gefur og lítið virðist vanta uppá að opna Landeyjahöfn. Ljótt með helvítis rifið sem braut ölduna áður en hún kom að höfninni, það er horfið. Verðum við ekki að sökkva þar einhverjum afgömlum döllum fullum af steypu til að verja Landeyjahöfn fyrir óbrotinni úthafsöldunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband