Moren.
Undanfarið hefur lítið verið flutt út í gámum af óunnum fiski frá Eyjum. Gera má því skóna að verðið á innlenda markaðnum hefur hækkað verulega á flestum tegundum. Verðið úti hefur líka hækkað en flutningurinn er orðinn dýrari og svo er 5% kvótaálag. Í janúar sl. var landað 388 tonnum af þorski í Eyjum. Útflutningur í gámum á landsvísu var 133 tonn. Ýsuaflinn í jan. í Eyjum var 103 tonn, útflutningur í gámum var 65 tonn á landsvísu. Karfaaflinn var 237 tonn og gámaútflutningur 70 tonn. ( Heimild: Hagstofa Íslands.)
Þetta sýnir okkur að menn reyna að gera sem mest verðmæti úr fiskinum. Ef flutningskostnaðurinn væri lægri og kvótaálagið ekki við lýði, væri ugglaust meira flutt út af gámafiski. Sveigjanleiki verður að vera í ráðstöfun aflans, ekki ríkisrekið batterí sem ráðstafar aflanum. Sem þýðir hvað? Spilling..... Nú eru stjórnvöld að reyna með handafli að útrýma gámunum. Með nýjum vigtarreglum. Mjög þarft mál að allir sitji við sama borð með vigtunina. En, ef menn vilja fyrirmyndar vigtun á öllum afla ættu þeir að kynna sér hvernig málum er háttað á markaðnum í Hull. Þar fer hver einasti fiskur á vigt og er flokkaður eftir þyngd. Þangað eigum við langt í land.
Grein hjá Jóni Kristjánssyni um loðnuna, helvíti góð. http://fiski.blog.is/blog/fiski/
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.