Moren á laugardagsmorgni.
Vikan er búin að vera lífleg hér í Verstöðinni. Tökum verðmætin til gamans.
Togbátaflotinn: aflaverðmæti vikunnar 20-26 feb. 2011------------163.5 milljónir
Loðnuflotinn: aflaverðmæti vikunnar 20-26 feb. 2011--------------764 milljónir
Aflahlutur til sjómanna, togbátar -------------40 milljónir
Aflahlutur til sjómanna, loðna:----------------184 milljónir.
Samtals aflahlutur sjómanna í Eyjum í vikunni. 224 milljónir.
Útsvar til Vestmannaeyjabæjar 32,2 milljónir
Tekjuskattur til Ríkisins----------71,2 milljónir.
Þessar tölur eru ekki heilagar heldur er slumpað á þetta svona cirka. En samt eru allar forsendur varlega áætlaðar. Svo er allt hitt eftir. Aflagjöld til hafnarinar, tryggingagjald,mengunargjald, olíugjald, auðlindagjald, og sv.frv.
Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og mér rest heyrist oft núna og því haldið fram að sjávarútvegurinn skili litlu sem engu til þjóðarbúsins.
Er það svo?
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valmundur, já ætli það séu ekki einhver þarna úti sem skilur ekkert í þessu, þannig að ég skellti þessari grein inn á andlitsbókina, fólk hefur gott af því að lesa þessa grein hjá þér "félagi"
kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 26.2.2011 kl. 14:12
Sæll Helgi.
Um að gera að dreifa þessu sem víðast. Kannski opnast augu einhverra hvernig raunveruleg verðmæti verða til.
Valmundur Valmundsson, 26.2.2011 kl. 15:56
Heill og sæll Valmundur, þetta eru fróðlegar tölur sem segja okkur það sem við sem tengjumst sjónum reyndar vissum fyrir, að sjávarútvegurinn, það er útgerðin og sjómennirnir afla drjúgt í þjóðarbúið. Það er reyndar langt síðan ég var virkur í kjarabaráttu sjómanna og því ekki fylgst með þróun mála á því sviði.
Það sem kemur mér virkilega mikið á óvart þegar þessar tölur eru skoðaðar hvað hlutur sjómanna er rýr af heildaraflaverðmæti skipanna. Virðist ekki ná 25 %. Er þetta vegna þess að sjómenn eru að borga hluta af olíu á skipin og kannski fleira af óskiptu ??
Eða hver er skýringin á þessum rýra hlut sjómanna í aflaverðmætinu ? Er þetta að þínu mati eðlilegt, að sjómenn nái ekki 25% af verðmæti þess sem þeir afla?
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.2.2011 kl. 12:19
Sæll Simmi.
Útreiknaður launakostnaður útgerðarinnar samkvæmt Hagstofunni er rúmlega 26%.( Öll útgerð) Samkvæmt kjarasamningi er 30% tekið af brúttó aflaverðmæti áður en kemur til skipta. Sem sagt 70% af brúttó kemur til útreiknings á aflahlut sjómanna. Svo er skiptapósentan mismunandi milli skipaflokka. Frá 25-32%.
Jú það má til sanns vegar færa að launakostaður útgerðarinnar er minna hlutfall en hjá öðrum atvinnugreinum. En á móti kemur að skipin eru frek til fjárins og dýrt er að gera út nú á dögum. ( Að sögn!) Samningar okkar eru nú lausir og það verður að standa vaktina, svo ekki rýrni enn meir aflahlutur sjómanna. Svo eru mönnunarmálin annar kapítuli sem ekki verður farið í núna, sérstaklega á uppsjávarskipunum. Nú er kokkurinn farinn á dekk og einn vélstjórinn.
Valmundur Valmundsson, 28.2.2011 kl. 13:19
Heill og sæll Valmundur og takk fyrir þessar upplýsingar. þarna hafa orðið miklar breytingar frá því maður var sjálfur í þessu ati. Þetta er með ólíkindum að það skuli ekki vera meira en 70 % af aflanum sem kemur til skipta. Og þar á ofan hefur þá einnig lækkað sjálf skiptaprósentan. Það hefur ekki verið mikil umræða um kaup og kjör sjómanna á undanförnum árum, þessu þarf að breyta. Það er því gott að þú skulir blogga um aflaverðmæti og mikilvægi sjómanna og útgerðar. Sjómenn mættu vera duglegri að ræða hér á blogginu um kjör sín.
Ég les alltaf bloggið þitt, hef gaman að fylgjast með fiskifréttum og öðrum fréttum frá Eyjum, og flestu því sem þú ert að blogga um.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.3.2011 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.