Enginn strækur.

Moren.

Ekkert verður úr stræk bræðslukalla. Samstaða var ekki fyrir hendi þegar til kom. Sjómenn eru vanir því frá fornu fari að einhverjir svíki lit. Hver man ekki eftir þegar allur flotinn var bundinn í stræk, nema Vestfirðingarnir. Svo þegar höggvið var á hnútinn með samningi eða öllu heldur lögum sem bönnuðu verkfallið, fengu Vestfirðingarnir það sama og aðrir og smá aukasporslu svona í rabbat. En svona var þetta í denn. Mín skoðun er sú að ef menn ná ekki breiðri samstöðu um svona aðgerðir er best að sleppa þeim.

Eitt sem verður að nást fram í samningum við útgerðarmenn er verðlagningin á uppsjávarfiskinum. Það gengur ekki að íslenskir sjómenn fái 50 kall fyrir loðnuna í Færeyjum en 30 kall hér heima. Við verðum að hafa fyrirkomulagið þannig að fyrirtækin semji við heildarsamtök sjómanna um verð ekki við áhafnir skipanna. Við förum svo í kallana með verðið til samþykktar eða synjunar. Eða að úrskurðarnefndin úrskurði um verð eins og í bolfiskinum. Verðlagsstofa skiptaverðs heldur ágætlega utanum þessi mál en það vanar fleiri starfsmenn þar á bæ til að batteríið virki eins og það á að virka. Það snýr að stjórnvöldum að bæta þar úr.

Annars er allt á fullum sving hér í bæ. Bætt við loðnukvótann 65 þús. tonnum.  Sighvatur og Þorsteinn að landa loðnu og verið að frysta í VSV og Ísfélaginu á vöktum. Drangavík var í landi í morgun með 40 tonn mest þorskur. Nú kemur sá guli í búnkum á eftir loðnunni og fyllr allar bleyður. Assgoti að gefa ekki út meiri þorskkvóta. Flotinn fer að tínast inn á morgun og hinn.

Dæluskipið Skandia fór yfir í Landeyjahöfn í morgun en gat ekki athafnað sig vegna sjógangs, fór þó aftur núna um fjögurleitið út aftur. Nú kemur þetta vonandi hjá okkur að komast í Bakkafjöru. Skipstjórinn á Skandia er færeyskur og heitir Sigmar Jakobsen. Gárungarnir kalla hann sandlóðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband