Gú dag.
Maður lifandi er gott oðtak. Sýnir að maður er lifandi, sem telst nú alveg ágætt á þessum tímum þrenginga og niðurskurðar. Heyrst hefur að í nýju frumvarpi Jóns Bjarna um fiskveiðistjórnunarlögin, verði skorið 20% af úthlutuðum aflaheimildum og þessi 20% fari í sérstakan pott handa Jóni til að leika sér með .
Þetta þýðir að verstöðin Vestmannaeyjar missir 20% af sínum botnfiskafla til annara.
Sem þýðir að minnsta kosti að ársafli tveggja togskipa hverfur héðan.
Það þýðir a.m.k. 30 ársverk tapast héðan beint. Fyrir utan óbeinu áhrifin.
Þetta þýðir að vinnslurnar senda fólk oftar heim og loka lengur yfir sumarið.
Sem þýðir meiri útgöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta.
Þetta þýðir að bæjarkassinn missir stóran spón úr aski í formi útsvars og annara gjalda.
Sem þýðir að framkvæmdir og geta bæjarins til að gera bæinn okkar fallegri og betri skerðast mjög.
Þetta þýðir að hafnarsjóður þarf að endurskoða allar áætlanir vegna uppbyggingar hafnarinnar.
Þetta þýðir einnig að þjónustufyrirtækin draga saman í rekstri og fólk missir atvinnuna í þeim geira.
Þetta þýðir að lífskjör okkar versna til muna.
Á ég að halda áfram....
Allt þetta og miklu meira er í boði ríkistjórnar hinna vinnandi stétta
Alveg bullandi blúss á þessu öllu saman. Maður lifandi. Og þó.
En Þórunn landaði í morgun 35 tonnum síðan á sunnudag. Vestmannaey landaði einnig og Gullberg. Þorsteinn er undir hjá FES með 1000 tonn af loðnu, hélt hann væri tómur þegar hann kom.
Bræla er orð dagsins. Herjólfur hreyfði sig hvergi í morgun og var eins og skotin önd fram til þrjú en þá skreiddist hann til Þorlákshafnar.
Var að fá þær fréttir að verkfall bræðslukallanna hefði verið dæmt ólöglegt í félagsdómi. Meira um það seinna.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú heldur þú ekki að verstöðin Vestmannaeyjar hefi ekki efni á að Kaupa til baka þessi 20% á vægu galdi frá Bóndanum séra Jóni?? eða ertu kanski hræddur um að lýðurinn fyrir vestan og norðann séu betur í stakk búinn til að kaupa þessar pöddur
Kveðja úr Svíaríki
Keli
Keli (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 10:33
Sæll félagi.
Núverandi aflamarkshafar fá ekki að bjóða í Jónspotta. Þannig að nú verður að fara í kennitölubrask eða kaupa ný skip með tilheyrandi kostnaði.
Valmundur Valmundsson, 4.2.2011 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.