Gú dag.
Lítið að frétta héðan af Eynni. Herjólfur siglir á Þorlákshöfn vegna óhagstæðrar ölduspár. En smá sandhryggur er vestantil í innsiglingunni í Landeyjahöfn og má lítið hreyfa sjó til að Herjólfur rekist ekki niður á þessum hrygg.
Gullberg landaði í morgun 50 tonnum af karfa síðan á föstudag. Þorsteinn er væntanlegur í fyrramálið með tæp 60 tonn sem fer allt til vinnslu hjá Ísfélaginu. Grenjandi gangur er í loðnuveiðum NA- af landinu í trollið, sem margir eru á móti. Telja það hafa slæm áhrif á loðnugöngurnar. Hef ekki mikið vit á þessum veiðum en, ef einhverjir með viti halda þessu fram er nauðsynlegt að taka mark á þeim, held ég.
Þingmenn stjórnarflokkanna á Suðurlandi heimsóttu okkur í síðustu viku. Á þriðjudag komu Robbi Marshall og Björgvin G. Þeir fóru túr um bæinn með Elliða bæjarstjóra og meðal annars hittu þeir okkur forystumenn sjómanna í Eyjum. Mig sjálfan, Berg Kristins og Friðrik Björgvins vélstjóra. Við fórum yfir málin með þeim frá okkar sjónarhóli. Sjónarhóll okkar er einhvernveginn þannig að við viljum bætur fyrir sjómannaafsláttinn, engan hrærigraut með fiskveiðistjórnunina, (nóg er nú samt) óvissan er algjör núna og við það er ekki búandi. Svo hafa hvorki ráðherra sjávarútvegs eða fjármála ljáð máls á að hitta sjómenn að máli þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.
Strandveiðikerfi höfum við ekkert að gera með. Eiga smábátar að halda uppi veiðum og vinnslu í stærstu verstöð landsins? Í grenjandi brælu dag eftir dag?
Á miðvikudeginum kom Atli Gíslason óþekktarormur í heimsókn. Ég var ekki á þeim fundi en farið var yfir sömu málin með honum. Svo á eftir að koma í ljós hvort nokkuð mark verður tekið á okkur frerkar en endranær.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.