Slysavarnaskóli sjómanna.

Gú dag.
Er í endurmenntun hjá Hilmari snorra og félögum um borð í Sæbjörginni. Þar er vel staðið að málum og allt til mikillar fyrirmyndar. Skipið sjálft, kennsluefnið og hvernig tekið er á móti okkur aulunum sem lofuðum öllu fögru á síðasta námskeiði. Æfa meira og betur, nota allan hlífðarbúnað betur og rétt, henda kalli í sjóinn með reglulegu milibili og bjarga honum aftur að sjálfsögðu, Kennslan er alltaf að vrða fullkomnari og betri eftir því sem rannsóknum og greiningu slysa fer fram. Dauðaslysum á sjó hefur fækkað mjög undanfarin ár en því miður lést einn félagi okkar á síðasta ári. Slysum fjölgaði aðeins og voru skráð 279 slys á sjó við Íslandstrendur árið 2010 á móti 248 árið 2009. Þetta eru alltof mörg slys. Við verðum að bæta okkur í þessum efnum. Það tekst með sameiginlegu átaki okkar sjálfra. Einn liður í því er að skrá öll slys og næstum því slys um borð í flotanum og nota þá skráningu til að fyrirbyggja að slys gerist aftur. Þetta heitir að skrá reynsluna til að gleyma henni ekki strax. Nota svo skráninguna til að fyrirbyggja.

Eins og ég sagði er starf Sæbjargarfólks til fyrirmyndar og ekki annað hægt en að hrósa því ágæta fólki sem þar kemur að málum. Eitt hefur mér þó þótt vanta undanfarið. Þ.e. að Sæbjörgin komi til okkar en ekki við til þeirra. Ég veit að það reyndist ekki nógu vel á sínum tíma og þótti dýr kostur. En mætti ekki færa hluta námsins í heimabyggð? Flestir stærri útgerðarstaðir hafa á að skipa góðum slökkviliðum og björgunarfélögum. Þessir aðilar gætu tekið að sér t.d. endurmenntunina. Það er ekki sjálfgefið að menn eigi heimangengt til höfuðborgarinnar þegar mæta á til skóla.
Þessari hugmynd er hér varpað fram ril umræðu og skoðanaskipta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér... Endurmenntun má vel kenna til að mynda í Vestmannaeyjum, Akureyri, Ísafirði, Austfjörðum, Höfn og á Snæfellsnesi. Eflaust fleiri stöðum þar sem öflugt slökkvilið og björgunarsveitir eru til staðar. Kennarar í SS geta varla verið einráðir í þessari kennslu. Annars finnst mér Slysavarnarskóli sjómanna vera svolítið peningaplokk þótt það sé bara mín skoðun. Rándýrt er á þessi námskeið (þótt útgerðir borga), mikill fjöldi rúllar þarna í gegn í hverri viku og mikil velta, tiltölulega fáir starfsmenn, skipið bundið við bryggju allt árið og ofan á þetta bætist framlag frá ríkinu og samtökum fyrir margar milljónir á ári. Veit ekki með endurnýjun á búnaði hjá þeim um borð en þessi skipti þegar ég hef þarna farið þá er nú alveg þverfóta fyrir nýju dóti en það er nú önnur saga.

Annars eiga þeir heiður skilinn fyrir góða kennslu og gott starfsfólk.

Sjómaður (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband