Moren.
Sumir myndu segja að það væri að bera í bakkafullann lækinn að blogga um blessaðan sjómannaafsláttinn. Ég ætla nú samt að gera það og bera saman hvernig frændur vorir á hinum norðurlöndunum koma fram við sína sjómenn. Á hátíðarstundum stæra stjórnmálamenn sig gjarnan af því hve við höfum það gott og velferðarkerfið sé sniðið eftir norrænni fyrirmynd. Síðustu breytingar á skattalögunum voru sagðar aðlögun að hinum kerfunum á norðurlöndunum. Breytingarnar eru m.a. að taka skattaafslátt sjómanna af í fjórum þrepum. En skoðum nú hvernig skattheimtu hin norðurlöndin eru með þegar kemur að sjómönnum.
Færeyjar.
Fiskimannafrádráttur er í Færeyjum og er um 15% af tekjum fyrir skatta. Hámark 75.000 dkr. um árið. Tekjur sjómanna skattfrjálsar að 75.000 dkr. Það jafngildir 1.537.500 isk.
Danmörk.
Lögskráðir sjómenn í Danaveldi hafa 190 dkr. fyrir hvern dag á sjó sem er lengri en 12 klst. Hámarksafsláttur er 41.800 dkr. sem reiknast af tekjuskattsstofni ársins, eða 856.900 ísk.
Svíþjóð.
Afsláttur af tekjuskatti er 35.000 sek í strandsiglingum. 36.000 sek í millilandasiglingum sem er um 610.000 ísk. Auk þess geta sænskir sjómenn fengið sérstaka skattalækkun sem nemur 9000-14.000 sek til viðbótar.
Noregur.
Norðmenn voru að hækka sinn skattaafslátt til sjómanna. Nú er mega norskir sjómenn hafa 150.000 nkr. áður en þeir borga tekjuskatt. Tekjuskattur af því sem er umfram 150.000 nkr er 30%. Sem sagt norskir sjómenn hafa 2.985.000 ísk. í tekjur skattfrjálst og eftir það borga þeir 30% tekjuskatt.
Ísland.
Sjómannaafsláttur á Íslandi árið 2009 var kr. 987 á dag eða að hámarki 360.255 kr. miðað við 245 daga á sjó eða fleiri. Afslátturinn er dreginn af reiknuðum tekjuskatti áður en persónuafslátturinn er dreginn frá.
Þessar staðreyndir tala sínu máli og allt tal um að verið sé að aðlaga okkar skattkerfi að öðrum skattkerfum á norðurlöndunum er húmbúkk og hrein og klár lygi.
Auðvitað á valdaelítan á Ísland að skammast sín fyrir að rífa af íslenskum sjómönnum þennan skít úr hnefa sem þeim er skammtað. Hækka bara dagpeningana hjá hinu opinbera sem eru skattfrjálsir og voru á síðasta ári rúmir 8 milljarðar króna. Svei.
Rökin hjá frændum vorum á norðurlöndunum fyrir skattaafslætti til handa sjómönnum eru einföld og skýr:
Sjómenn vinna hættuleg störf fjarri heimilum sínum og fjölskyldum. Þeir nota samfélagsþjónustu minnst hinna vinnandi stétta. Fyrir það ber að þakka og samfélagið gerir það með þessum beina hætti. Svo má bæta við að þar sem ég þekki til á hinum norðurlöndunum eru allir sem maður hittir stoltir af sinni sjómannastétt. Aðeins finnst mér vanta uppá að svo sé, hér á landi.
Flokkur: Bloggar | 10.1.2011 | 13:58 (breytt 12.3.2012 kl. 13:42) | Facebook
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er aldrei of mikið skrifað um sjómannaafsláttinn, eða öllu heldur þau svik sem stjórnvöld eru með gagnvart sjómönnum, Valdimar.
Þetta er nokkuð fróðlegur og góður samanburður hjá þér og holl lesning.
Ég er ekki sjómaður og hef aldrei verið, mér þykir þó þeir sem þessa vinnu stunda síst ofaldir þó þeir fái smá skattafslátt fyrir sína vinnu. Fyrir það fyrsta er þetta ekki einhver afsláttur sem stjórnvöld að gæðum sínum ákvað einn dag að sjómenn fengju, heldur er þetta tilkomið vegna aðkomu stjórnvalda að kjaradeilu og því hluti kjarasamnings. Í öðru lagi má ekki gleima þeirri staðreynd að þessi afsláttur er í raun ígildi dagpeninga sem launafólk í landi fær þegar það verður að sinna sínu starfi án þess að geta komist heim að kvöldi, svo ekki sé minnst á dagpeninga þegar út fyrir landssteinanna er komið.
Það ætti því að lækka þær greiðslur hlutfallslega til jafns við lækkun sjómannafsláttarins. Það er hætt við að heyrðist hljóð úr horni ef dagpeningar þingmanna yrðu lækkaðir um 25% núna!!
Gunnar Heiðarsson, 10.1.2011 kl. 14:34
Sæll Gunnar
Tak fyrir þetta innlegg. Vildi að fleiri væru sammála. Og mikið rétt sjómannaafslátturinn er hluti af okkar kjörum, hvernig sem á það er litið. Þegar gengi íslensku krónunnar var sem hæst var starfsmannaveltan á sjónum orðin hættulega mikil. Menn fóru unnvörpum í land til að græða á daginn og grilla á kvöldin. Ef þetta hrun hefur kennt mér eitthvað er það sú einfalda staðreynd, að menn eiga að halda sig við það sem þeir kunna og gera það vel.
Valmundur Valmundsson, 10.1.2011 kl. 15:43
Kæri Gunnar
Jú ég er samála með sjámanna afsláttin en nú á dögum eru fjölmarkir iðnaðar menn að vinna erlendis frá vinum og fjölskildu en fá samt ekki neinar skatta frádrátt fyrir vikið þó að þeir þurfi að verða fyrir tekju missir er þeir fara í frí á milli úthalda, saman ber túra hjá sjómönnum. þannig að mér finds þá einnig að skilda mæti iðnaðarfyrir tæki sem eru að vinna verk fyrir utan landsteinanna en skráð og með aðsetur hér heima mætu vera skild til að gera slíkt hið sama og útgerðir gera fyrir sjó menn eiga ekki allir að vera jafnir miða við stjórn skrá landsinns .
sigurjón (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:04
Já Sigurjón það er margt til í þessu hjá þer, nú er ég með sveinspróf í rafvirkjun en hef verið síðasta árið á sjó. Síðast þeegar ég vissi fá iðnaðarmenn og aðrir verkamenn sem þurfa að fara út á land til vinnu, þá eru þeir með hvað, um 15.000 kr. í dagpeninga. Á móti 987 kr sem sjómenn fá, plús það að þeir taka á sig olíukostnað. Að vísu kemur á móti hlífðarfatnaðarpeningur sem sjómenn fá, og þegar ég kíkti á það síðast dugði sá hlífðarfatnaðspeningur sem ég fékk fyrir mánuðinn fyrir einu handskapari. Svo eru til þeir sjómenn hjá kvótalitlum fyrirtækjum sem þurfa að þola frádrátt af sínum hlut sem notaður er til að leigja á bátinn meiri kvóta.
Alveg er ég nú viss um að það myndi heyrast hærra í sumum stéttum ef að þeir ættu að verða fyrir sömu launaskerðingu og nú á að demba yfir sjómennina.
Ég vann sem rafvirki í góðærinu og hafði það mjög gott, með þrusu laun oft á tíðum. En fólk gleymir því að þegar krónan stóð sterk og landinn var á sem mestu eyðslufyllerí var fiskverðið lágt, og þar af leiðandi laun sjómanna mun lægri. Ekki heyrðist neitt væl í þeirra stétt.
Bergþór (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 20:24
Ég er svo hjartanlega sammála þér. Það er búið að hjakkast svo mikið á okkur á undanförnum árum að það er farið að blæða úr afturendanum á mér.
Mér finnst að þú ættir að birta þessi skrif þín í fjölmiðlum landsins.
Baráttu kveðja úr Grindavík. Rafn sjómaður í 17ár og er enn.
Rafn Franklín Arnarson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 22:37
Það eru meira en 15 ár síðan sem ég hætti til sjós, en mikið rosalega eru ráðamenn illa að sér um aðstæður sjómanna, það að afnema þennann afslátt er hreint úr sagt fáránlegt og myndi engum sem hefði komið nálægt þessari atvinnugein detta í hug að fara fram á slíkt, en jakkafata klæddir ráðamenn sem aldrei hafa migið í saltan sjó eru auðvitað ekkert að hugsa út í hvað það er sem fylgir þessari vinnu, langvarandi fjarvistir frá fjölskyldu, stöðug lífshætta í raun fjarri læknisþjónustu sjúkraflutningum, og síðan skapar þessi atvinnugrein meiri tekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnnur einstök atvinnu grein önnur, en nei þetta sjá ekki ráðamenn og heimta að afsláttur þessara manna sem ég myndi segja að ætti aðvera miklu miklu hærri ef eitthvað er verði hirtur af þeim, ég vona svo sannarlega að sjómenn láti ekki vaða yfir sig hér á skítugum skónum og sigli bara í land verði þetta ekki lagfært hið fyrsta.
Steinar Immanúel Sörensson, 10.1.2011 kl. 23:19
Lög eiga ekki að mismuna eftir starfsstéttum og ríkissjóður á ekki að niðurgreiða hættuleg störf. Ef pólitískur vilji er til þess að styðja við fjarvistir frá samfélaginu eða að auka samkeppnishæfni vinnuafls á alþjóðlegum vettvangi þá er rétt að allir sem vinna að heiman fái skattaafslátt, eins og sjómenn.
NN (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 23:25
Ég er stolt sjómannskona og finnst skammarlegt hvernig farið er með sjómenn. Ég held a ð þessir vesalings ráða menn á þessu blessaða Íslandi ættu nú að drífa sig einn túr á frystitogara og gá hvort að þeir myndu kanski segja eitthvað annað þegar að þeir koma heim til sín aftur. Sjómenn eru að vinna mjög hættulega vinnu og ekki geta þeir notað skattinn sinn í landi þegar þeir eru um borð. Núna til dæmis eru þeir að vinna og sitrkja íslenska handboltaliðið með sínum skattpeningum en nei þeir geta ekki horft á leiknina. Bara svo að þeir sem eru með derring út í sjómannaafsláttin þá geta sjómenn ekki borgað af stöð 2 sport þó þeir gjarnan vildu en eru smat búnir að syrkja strákana okkar. Ekki er öruggt að þyrlan geti komið og náð í þá ef að þeir þurfa þess. Myndum við hérna í landi sætta okkur við það að bíða kanski í marga klukkutíma slösuð heima hjá okkur eftir SJ'UKRABíl umm leifið mér að hugsa NEI ég efast um það. Myndu Jóhanna og Steingrímur hafa þolinmæði í það. Af hverju er þessi dagpeningar ekki teknir af öllum ef að það á að taka af einni stétt en ekki annari. bara brandari þetta þjóðfélag að vera. ÉG SEGI BARA ÁFRAM SJÓMENN OG STANDIÐI NÚ SMAN OG LÁTIÐ EKKI VALTA YFIR YKKUR. ÞIÐ ERUÐ STOLT ÍSLENDINGA OG ERUÐ AÐ BJARGA OKKUR. ÉG SEGI ÁFRAM SJÓMENN.
GILLA (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 23:36
Hverju orði sannara hjá þér Valli
Gísli Snæ (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 23:47
Er ekki rétt að taka með í reikninginn hvað kostar að lifa í þessum löndum?
Ég get ekki séð annað en að sjómennskan (eins og önnur störf) séu val hvers og eins og á mjög bágt með að trúa því að einhver hafi farið út í sjómennskuna út af sjómannaafslættinum... að hann væri svo góður.
Það er því erfitt að vera fórnarlamb þegar maður kýs sér starfsvettvang... ja, kannski upprunalega út af tekjum (og eflaust í sumum tilvikum til að fá frí frá kellu og börnum). En ég á líka mjög erfitt með að trúa því að einhverjir séu nauðbeygðir á sjó... ekki þá nema til að halda í lífsgæði (árslaun mín eftir 6 ára háskólanám ná ekki árslaunum sjómanna og ekki er ég að væla... ég vissi hvað ég fór út í).
Því skellir þú þér ekki bara til Noregs fyrst að það er svona æðislegt þar? Nei, bara spyr...
Óli (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 00:45
Mjög góð grein hjá þér. Hnitmiðaður samanburður milli norrænu þjóðanna.
Hvort lög eigi að mismuna starfstéttum eða ekki NN,veit ekki alveg hvað þú ert að fara.
Það er hreint með ólíkindum að þeir sem garga hvað hæst um óréttlætið vegna Sjómannaafsláttarins, virðast þekkja ósköp lítið til og það sem er verra, er að þeir sem standa að afnámi hans, skuli ekki vera sjálfum sér samkvæmir og fella þá öll skattfríðindi út sem aðrir launþegar njóta. Ég bara skil ekki að þau rök Steingríms og annarra að þetta sé eitthvert réttlætismál og skuli einungis snúa að einni stétt eingöngu vegna heitis afsláttarins.
Ég reyndar er og hef verið fylgjandi afnámi þessa sérheitis og að við sitjum bara við sama borð og aðrir í þjóðfélaginu. Fáum þá bara dagpeninga eða annað í þeim dúr sem fellur í allann skattafslattarföldann sem svo margar aðrar stéttir búa við.
En skattkerfið á að vera til jöfnunar. Nú höfum við þrepaskipt skattkerfi og má því allt eins spyrja hvort það sé réttlátt. Ekki ætla ég út í þá sálma.
En annað mál sem sjaldan er í umræðunni er að við sjómenn fáum greiðslur fyrir fæði og hlífðarfötum frá útgerðinni. Þær greiðslur koma sem tekjur og greiðum við fullan tekjuskatt af þeirri upphæð.
Fæðispeningarnir eru misháir eftir útgerðaflokki, sem dæmi þá eru greiðslur til sjómanna á skuttogurum 1102 kr. pr.dag Ef við gefum okkur að skattprósentan sé í toppi 46% þá lítur dæmið þannig út (1102-46% = 595 kr. sem eftir stendur).
Hlífðarfatapeningar undirmanna eru 4235 kr. pr. mánuð,
(4235-46% = 2287 kr.sem eftir stendur fyrir heilan mánuð)
Eitt vettlingapar kostar í dag ekki undir 1000 kr.
Hlífðarfatapeningar dekkmanna á frystiskipum eru 5.508 kr.á mánuði.(5.508-46% = 2974 kr.)
Þá er aftir að greiða allan annan hlífðarfatnað, stígvel og flotgalla (sem er nú ekki gefið).
Það má svo ekki gleyma því að við eigum auðvitað eftir að greiða VSK af öllu saman, 25,5% í Ríkiskassann þar til viðbótar.
Vona að við sjómenn náum að knýja fram réttláta umfjöllun um okkar mál og að við njótum sanngirnis. Það er fjöldinn allur inní okkar pakka sem fólk þekkir almennt ekki til, td. tryggingamálin en þetta er nóg í bili.
Valgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 01:05
Stjórnvöld hafa oft viljað losað sig við,þann áróður,sem margir landsmenn hafa verið með gegn sjómannaafslættinum.Hver hefði mátt búist við,að ríkisstjórn,sem nú setur og verið talin stjórn verkalýðsins hafa látið það vera sitt fyrsta verk,að aðmá hann.
Nú á tímum eru helmingi færri sjómenn,sem hljóta sjómannaafslátt,heldur en var fyrir 15-20 árum.Ástæðan sjómönnum hefur fækkað um 2-3 þúsund.
Íslenska farmannastéttin er að deyja út,og fiskimönnum hefur fækkað upp undir helming vegna fiskveiðistefnunnar.Færri skip og fækkun i áhöfn skipa.
Skip Eimskip og Samskip eru skráð í Færeyjum,þá eru flestir í áhöfn þeirra útlendingar.Færeyingar halda skráningunni með því að skattleggja sjómenn og færa skattinn aftur til útgerðar.
Óskabarn þjóðarinnar er aftur komin í hendur hennar,en þó er ekkert gert til að skrá skipin hér á landi.Þetta er í höndum tveggja ráðherra,að breyta þessu,en þeir hafa enga hugsun um það hversu alvarlegt það er fyrir eyþjóð út í ballarhafi,þurfi á sjómönnum að halda.
Ímynd sjómannsins er að engu orðið.Það má í mörgum tilfellum kenna fjölmiðlum um.Það er engin frétt sögð,nema að hún geri þjóðina öfundverða út í sjómenn,þegar eitt skip kemur með góðan afla að landi.En þá er velgengi þess breitt yfir alla sjómannastéttina.Það er ekki tekið mark á því að aðrir eru sjómenn eru að lepja dauðan úr skel.
Sjómannaafslátturinn er eins kemur fram hjá aðalritara blogsins sáralítill miðað við hjá öðrum löndum.Á meðan hann er,þá er þó merki þess að ennþá eru nokkrir sjómenn til á landinu.
Ingvi Rúnar Einarsson, 11.1.2011 kl. 01:23
Fá ekki landsbyggðarþingmenn styrk fyrir að vera fjarri sínum heimilum.
Ottó (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 02:55
Hér fyrir ofan sagði einhver að verkamenn sem fara út á land fái 15 þús í dagpeninga. Það má rétt vera en það er bara ef þeir fá ekki fæði og húsnæð/skúr á staðnum, ef það er skaffað, þá er ekki um neina dagpeninga að ræða. Er fæði og koja dregin af sjómannaaflsætti?
Ef menn ætla að bera saman er betra að hafa þetta réttan samanburð. Bræður mínir voru sjómenn til fjölda margra ára og síðan sem verkamenn sem einnig þýddi miklar fjarverur frá heimili og ekki minni. Þeir telja aðbúnaðinn miklu betri hjá sjómönnum.
Vil taka það fram að ég tel að sjómenn eigi að vera mjög vel launaðir, en tel jafnframt að það sé útgerðin sem eigi að greiða þau laun, og þó einhver önnur lönd hafi þetta svona þ.e svokallaðan sjómannstyrk/afslátt þá er það ekki endilega það sem rétt er eða sanngjarnt. Sjómenn hafa löngum verið taldir í einu hættulegasta starfinu, en mér segir svo hugur að vera atvinnubílstjóri í dag fari að verða með því hættulegra miðað við slysatíðni. Þetta er líka spurning um á erfiðum tímum hver eigi að hafa forgang að samfélagsþjónustunni? Sjómenn eða hinir veiku og fötluðu, því niðurgreiðsla af skatti er bara samfélagsþjónusta meðan það er ríkissjóður sem geldur. Norðmenn eru mjög rík þjóð og hafa efni á að gera svona vel við sína sjómenn og allt gott með það, en við höfum einfaldlega ekki efni á því JAFNVEL þó ekkert hrun hefði orðið, við skulum ekki gleyma því að við erum bara um 300.000 manns og ætlum að halda uppi einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á, og ég held að engin vilji skipta því út.
En að því sögðu þá á þetta EKKI að skerða laun sjómanna, það er bara atvinnurekandinn sem á að sjá sóma sinni í að borga almennileg laun í samræmi við þá vinnu sem er unnin. Og afhverju vinna menn upp á hlut, má ekki breyta því? þá mundu menn heldur ekki lengur taka þátt í kostnaði við olíu er það? En það vill engin sleppa þvi sem gefur mest og því má kannski benda á að það verður ekki alltaf sleppt og haldið þegar kemur að kjarasamningum.
Afsakið langlokuna.
(IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 10:43
Sælirnú. Ég er hjartanlega sammála eiganda þessa bloggs og er þetta mjög góður samanburður.
Ég er þó fylgjandi því að þessi skattaafsláttur verði afnuminn og í stað þess verði sjómönnum einfaldlega heimilt að nýta sér dagpeningakerfið og standa þar að leiðandi jafnfætis öðrum stéttum.
En það hlítur hver heilvita maður að sjá að það er ekki sanngjarnt gagnvart sjómönnum sem eru margir hverjir lengst úti í hafi svo vikum og mánuðum skiptir, og nýta þar af leiðandi lítið af því velferðakerfi og þjónustu sem er í boði í landi, að borga algerlega sömu skattaprósentu og manneskja sem vinnur venjulegan vinnudag á td höfuðborgarsvæðinu, og nýtur þess öryggis að vera alltaf í mesta lagi 10-20 mínútur frá góðri læknisþjónustu ef ske kynni að fólk veiktist eða slasaðist. Það liggur í augum uppi að þetta er misræmi sem verður að leiðrétta á eitthvern hátt;)
Ef verkamaður í vinnu hjá íslensku fyrirtæki er sendur til Noregs, Færeyja, Kanada, Jan Maien, Grænlands eða jafnvel Svalbarða þá á hann rétt á mjög svo vel útilátnum, skattfrjálsum dagpeningum en td ansi mikill hluti af mínum sjótíma á íslenskum fyskiskipum hefur verið eitt mun nær þessum löndum en Íslandi.
Elís Pétur Elísson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 11:10
Varðandi það sem Sigurlaug skrifar hér að ofan þá vil ég benda á að þetta með að atvinnurekandinn eigi að sjá sóma sinn í að borga góð laun þá hef ég bara aldrei heirt að menn séu ósáttir við hlutaskiptakerfið og þann part sem fellur í launakostnað þar nema þá kannski að olíukostnaður sé frádregin áður en hlutnum er skipt. Það sem menn eru ósáttir við er að sjómenn sitja bara einfaldlega ekki við sama borð þegar kemur að því að njóta þeirra "fríðinda" sem skattgreiðslurnar fara í, ss heilbrigðisþjónustu og öryggis sem hún veitir.
Það er alveg rétt að það fæst ekki bæði sleppt og haldið í kjarasamningum en þetta afnám sjómannaafsláttarins kom bara alls ekki til útaf kjarasamningum heldur datt mönnum á þingi bara í hug að vegna þess hvað sjómenn hafa það glimrandi fínt þá sé alveg sjálfsagt að sneiða þetta af þeim vitandi að þeir munu líklega ekki hafa um það mikil læti enda flestir að vinna úti á sjó og því ekki í góðri stöðu til að mæta til pottatónleika við alþingishúsið. Því miður geri ég ráð fyrir að samstaða sjómanna í þessu máli verði ansi lítil eins og í flestum öðrum málum, þetta verður rætt í stakkageymslum víða en lítið annað.
Elís Pétur Elísson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 11:50
Sæl öll og takk fyrir viðbrögðin.
Góð viðbót hjá þér Valgeir með aukagreiðslurnar hjá okkur og allt auðvitað skattlagt. Þess má geta að þegar tittateljararnir (fiskistofueftirlitið) okkar koma með okkur á sjóinn og halda okkur við efnið, þá eru þeir á sjómannaafslætti og dagpeningum kr. 12.500 á dag skattfrjálst. Ekki það að ég lái þeim það. Við ættum að vera það líka.
Óli er greinilega með atvinnurekenda wannabí í brjósti. Hve oft hafa sjómenn ekki heyrt, eru ekki með næg laun og af hverju snautarðu ekki eitthvað annað ef þú ert óánægður. Og Óli minn það er enginn að væla, bara gerður sanngjarn samanburður milli landa og því ranglæti mótmælt að samningsbundinn réttur sé tekinn af einni stétt án nokkurra bóta.
Nóg í bili er að fara að hitta Björgvin G. þingmann okkar sunnlendinga á eftir þar sem þessi mál ber örugglega á góma.
Valmundur Valmundsson, 11.1.2011 kl. 12:29
Engu við þetta að bæta,, ég vona bara að allir sjómenn verði duglegir að halda þessu á lofti,, þetta er umræða sem má ekki sofna.
takk fyrir góða grein.
Árni Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 12:45
Sem þjóðfélagsþegn í Íslensku samfélagi og sjómannsfrú langar mig að skrifa nokkur orð. Það er alveg laukrétt að rök nágrannaþjóða okkar fyrir skattafríðindum sjómanna eru gild og gegnsæ. Um er að ræða starf sem er alls ekki allra að vinna, starf sem útheimtir þrek og þol, bæði andlegt og líkamlegt. Hér að ofan minntist einhver á það að vera sjómaður væri val. Einnig var minnst á "flótta" úr starfinu í góðærinu. Um þetta langar mig að segja að jú, það er rétt, við höfum flest nokkuð val um starfsframa - en á móti kemur að við landkrabbarnir ættum að vera þakklát fyrir að það sé til fólk (konur og menn) sem hafa áhuga á starfinu og geta sinnt því, því hvernig öðruvísi náum við fisknum á miðunum okkar upp úr sjónum og tryggjum þannig miklar tekjur fyrir þjóðarbúið?? Eigum við að sækja meira erlent vinnuafl í það, borga þeim lúsalaun svona í stíl við það sem fram fór í byggingariðnaðinum í góðærinu? Nei takk segi ég bara, borgum frekar okkar fólki almennileg laun í samræmi við atvinnulýsingu og áhættu. Við hljótum að hafa lært eitthvað, ekki satt kæru Íslendingar. Það kom sér á margan hátt ansi illa fyrir útgerðirnar hve illa gekk að manna skipin hér í góðærinu, því að sjálfsögðu vildu margir sjómenn komast í land og vinna þar inn svipaðar tekjur en fá þá líka að vera hjá fjölskyldunni, sem hafði í för með sér mikla áhættuþætti: Óvanir menn um borð=aukin áhætta á dekki og í vinnslu. Færri menn um borð=aukin áhætta og aukið álag. Þessari rótgrónu stétt þarf að tryggja öryggi, sem m.a. felst í launum og réttindum. Ég er styð núverandi ríkisstjórn þó svo að á hana hafi dunið mál og skítur fyrri ríkisstjórna sem erfitt er að vinna úr, en tel að í þessu máli megi vinna heimavinnuna betur. Takk fyrir þeir sem lásuð.
Bjarkey Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 13:56
Þetta er virkilega flottur pistill hjá þér Valmundur !
Ég er í námi, en fyrir nám stundaði ég sjómennsku í 15 ár.
Þessi harkalega aðgerð, að taka sjómannaafsláttinn út, er ein ömurlegasta móðgun sem ég hef upplifað á mínu skinni.
Þessi 200 þús skipta/skiptu mig ekki miklu máli en ég leit alltaf á þennan afslátt sem virðingu fyrir starfi mínu, aldrei fjármálalega uppsprettu.
Nú er nýjasta "trendið" að tilkynna hve há laun sjómanna eru eftir gengisfallið, því er í góðu lagi að útrýma þessum afslætti.
Menn gleyma því þó alltaf að þegar Ísl krónan var sterkari en góðu hófi gegndi þá voru sjómenn með lægri laun en t.d meðallaun voru í fjármálageiranum og það fyrir 400 tíma vinnu á mánuði fjarri fjölskyldu, vinum og ættingjum.
Enda er alls ekki undarlegt að þú finnur nánast enga "vinstri" menn í sjómannastéttinni !!
Sjómenn þurfa að vinna harkalega vinnu, harkaleg vinna er ekki stak í því mengi sem lýsir kostum vinstri manna !!
Takk fyrir góða grein.
runar (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 15:23
Það getur svo sem vel verið að stétt sem vinnur hættuleg störf fjarri heimilis eigi að njóta afsláttar á skatti. En ef ég man rétt, fá ekki starfsmenn á sanddæluskipum og þeir sem sigla á ferjum (t.d. Herjólfur) einnig þennan afslátt?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 16:11
Þetta er mjög góður pistill hjá þér Valmundur.
Það er svo merkilegt með öfundarfólkið það er fljótt að vakna og segja af hverju ekki ég.Held reyndar að þetta se´fólk sem aldrei hefur komið nálægt því að vera á sjó eða eiga sjómenn í sínum fjölskyldum.Vilja bara fá líka.Af hverju talar þetta fólk ekki um dagpeningana sem fólk á ríkisspenanum fær ef það fer út fyrir sína starfsstöð.Hvort sem það er út á land eða til útlanda.Veit ekki betur en það fái 50 þúsund fyrir hvern dagi sem það er erlendis og svo fær það flugpunkta út á flugfarið líka.Ekki amalegt það.
En alltaf er amast við sjómannaafslættinum.Ótrúlegt alveg.
Mér finnst að fólk ætti að standa saman og hjálpa sjómönnum að berjast á móti þessu óréttlæti.Og þeir sem eru að öfundast ættu að prufa að fara á sjó í yfir 20 metra vindhraða.Er ansi hrædd um að margir myndu væla.
ÁFRAM SJÓMENN.
Tek það fram að ég hef aldrei verið sjómaður.
hse (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 17:38
Sammála þér Rúnar með upphæðina og hvað liggur að baki henni og ekki öfunduðumst við útí aðrar stéttir þegar launin voru lág vegna gengis krónunnar. En að vinstrimenn séu ekki naglar er ég ekki sammála. Mér finnst Steingrímur J nagli á margan hátt. Bjarni B finnst mér hörundssár og huglaus, það er ekki naglalegt.................
H.T. Jú sjómenn á sanddæluskipum og ferjum fá sjómannaafslátt enda sjómenn. Viltu skipta við háseta á Herjólfi sem vinnur alla daga ársins. Líka á Jóladag, Páskadag 1. maí, alla venjulega frídaga flestra launamanna?
Tek undir hvert orð hjá þér Bjarkey.
Og Elís mikið vildi ég að sjómenn hefðu dagpeninga eins og ríkisstarfsmenn en við ströndum alltaf á því hver á að borga. Ekki getum við snúið þeirri kröfu að ríkinu því það er ekki okkar viðsemjandi þannig að við snúum okkur auðvitað að okkar viðsemjendum, ekki satt?
Valmundur Valmundsson, 12.1.2011 kl. 00:40
ég sá þarna ofar að það var talað um að sjómenn þyrftu ekki að borga húsnæði einsog verkamenn sem fái dagpeninga, en það er hreint og beint kjaftæði ef talað er um sjómenn á nýlegum skipum, ef ég manrétt þá er það nærri 10% af launum þeirra sem eru á slíkum skipum sem fara í nýsmíðagjöld.. svo ekki sé nú talað um oíukostnað og annað, sjómenn notfæra sér sjaldan læknisþjónustur vegna þess að það er ekkert hægt að bóka tíma hjá lækni vegna þess að maður veit ekkert hvenær maður er í landi og hversu lengi í senn... ég nenni nú ekki að fara að telja endalaust upp en það er alveg hellingur sem við sjómenn getum vælt yfir..
Davíð (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 09:02
Ég get keypt það að Steingrímur sé meiri nagli en Bjarni, enda hef ég aldrei getað skilið hvers vegna Barni var kjörinn sem formaður xD.
Það er ekki nóg að vera snoppufríður og vel ættaður, meira þarf til.
Davíð er t.d ágæt sönnun þess.
Það sem ég átti við er að einhverra hluta vegna byrjar ferill flestra vinstri manna ekki á bryggjunni...ekkert að því..
Það eru fullt af nöglum allstaðar og ég hef kannski gildishlaðið fyrri pistil á röngum stöðum, enda skrifaður í "örlítilli" bræði.
Bestu kveðjur
Rúnar
runar (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 14:31
Ekki má gleyma því að við borgum hluta af olíukostnaði. Held að það myndi nú heyrast í atvinnubílstjórum ef þeir þyrftu ð gera það.
Gunnar (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 19:17
Maður heyrir það nú langar leiðir á þessum Óla að hann er að drepast úr biturð útí sjómenn því þeir eru á hærri launum en hann eftir 6 ára háskólanám.. og það er akkurat vandamálið. Fólk nefninlega gleymir því alltaf, að því "stóð" þessi sjómannaafsláttur, þessi svimandi háu laun og endalausa sæla sem sjómennskan nú er, til boða allan tíman, en þá þurfti það líka að fara til sjós, og það er, því miður, allt of mikið til af bleiðum sem vilja bara sitja inná skrifstofu að drekka kaffi og hafa það fínt, og mundu aldrei nokkurntíman taka það í mál að fara að púla við erfiðisvinnu útá sjó..
ég varð verulega pirraður að lesa þetta comment frá honum, því það var svo bersýnilega hægt að lesa út úr því að hann hefur aldrei farið til sjós, og hefur bara ekki hugmynd um það hvað hann er að rausa.. Sem dæmi, þá hef ég trúlega aldrei áður séð orðin lífsgæði og sjómenn notað í sömu settningunni, og fara þau alls ekki vel saman..
Þessvegna skora ég á þig óli að prófa að fara einn túr á togara, horfa ofaní öldudali í kafaldssjó, og átta þig á því hversu óendanlega smár og bjargarlaus þú í raun og veru ert, og segðu mér svo að sjómannaafslátturinn, sem ég hef alltaf litið á sem virðingarvott frá fólkinu í landinu til sjómanna fyrir óeigingjarnt frammlag þeirra til að skapa verðmæti fyrir land og þjóð, sé óréttlát mismunun á þjóðfélagsþegnum...
Get allavega alveg lofað þér því, að ef þú þolir þetta, þá kemurðu helmingi þakklátari með lífið og tilveruna til baka, ferð að læra að meta þessa smáu hluti í kringum þig sem skifta þig ekki máli þegar þú ert alltaf í landi, og hættir að vera bitur útí allt og alla í kringum þig, og ert bara þakklátur fyrir að fá að vera með fjölskyldunni.
Þetta er eitthvað sem verður aldrei hægt að kenna á 100 árum í háskóla, en lærist á innan við viku á togara
ÓB (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 13:55
"Þessvegna skora ég á þig óli að prófa að fara einn túr á togara, horfa ofaní öldudali í kafaldssjó, og átta þig á því hversu óendanlega smár og bjargarlaus þú í raun og veru ert, og segðu mér svo að sjómannaafslátturinn, sem ég hef alltaf litið á sem virðingarvott frá fólkinu í landinu til sjómanna fyrir óeigingjarnt frammlag þeirra til að skapa verðmæti fyrir land og þjóð, sé óréttlát mismunun á þjóðfélagsþegnum..."
Þetta eru harkaleg viðbrögð þykir mér við réttlátri umræðu. OB, það eru ekki bara sjómenn sem upplifa bjargarleysi og drýgja hetjudáðir í sínu daglega starfsumhverfi skal ég þér segja. Virðingu ber ég fyrir öllum heiðarlegum starfsstéttum, ekkert sjómanninum frekar en t.a.m öðrum "bjargræðisstörfum."
Að segja það að þeir sem hafi aðra skoðun á sjómannaafslættinum en þú séu kaffilepjandi letingjar sem vilji sitja á skrifstofunni sinni, ber vott um takmarkalausa fordóma þína gagnvart starfsstéttum þessa lands. Og nú skal ég gefa þér dæmi. Ég er heilbrigðisstarfsmaður. Ég vinn vaktavinnu. Það er gefandi starf. En ég vinn jól, áramót og páska, afmælisdaga, nætur kvöld og morgna. Með hléum á milli reyndar þar sem ég get farið heim og verið "heima."
Launin mín ná ekki tvöhundruðþúsund krónum á mánuði og ég fæ engan skattaafslátt fyrir þær "hetjudáðir" sem ég drýgi dag hvern. Veistu yfirhöfuð hverjar þær eru? Ég lyfti fólki hvern vinnudag. Ég hef oftar en ég get munað, haldið í höndina á skelfingu lostinni manneskju í dauðastríði sínu. Ég annast bæði lifandi fólk og látið. Ég hef verið slegin af skjólstæðingum. Ég hef fengið yfir mig alla mögulega líkamsvessa, magainnihald, bæði úr æðri og óæðir enda. Hor. Hráka. Þvag. Ég hef undanfarin ár sætt mig við ENDALAUSA skerðingu launa og í raun réttinda minna til að greiða fyrir helvítis bruðlið í öðrum á sínum tíma. Ekki var það mitt bruðl, ónei. Því að meira segja góðærið skilaði mér ekki neinu í formi peninga.
Þetta er minn kaffilepjandi raunveruleiki, ÓB, sem og aðrir sem telja sjómenn þá einu sem drýgja hetjudáðir dag hvern. Þú skalt virða mínar hetjudáðir líka. Virðingin kemur ekki í launaumslaginu mínu, svo mikið er víst. Og mundu um leið að ég, og það starfsfólk sem vinnur sömu vinnu og ég er það fólk sem þú einn góðan veðurdag getur þurft að leggja allt þitt traust á!
. Sjómenn eiga mína virðingu, ég endurtek það. En ekkert meiri virðingu en þeir sem annast foreldra þeirra, börn, eiginkonur, þá sjálfa einn góðan veðurdag jafnvel? Og á meðan ég þarf að greiða fyrir neyslu þeirra sem áttu peninga, þrátt fyrir að hafa unnið undir lágmarkslaunum árum saman, þá finnst mér alveg skoðandi að aðrir leggi líka sín lóð á vogarskálarnar. Störf okkar allra eru nefnilega jafn merkileg.
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.1.2011 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.