Moren.
Nú er loksins komin suð- vestan átt hér á skerinu. Siglingastofnun hefur beðið eftir henni lengi. En Smáey landaði 47 tonnum í morgun mest karfa og ufsa. Vestmannaey kom einnig í morgun með gulllax og nóg af honum sýndist mér þegar hún kom inn alveg á nösunum. Gulllaxinn fer í vinnslu hjá Goodthaab í Nöf. Vestmannaey fer aftur til gulllaxveiða. Bergur landaði í gær góðum túr og er kominn í jólafrí. Huginsmenn fara í menningarferð í höfuðborgina um helgina og taka það óklárt á Grand Hótel. Nánar á www.huginn.is
Lóðsinn er ennþá í Njarðvík og er væntanlegur heim á morgun. Höfnin fékk lánaðan dráttarbát hjá Björgun sem er staddur hér í Eyjum. Þokkalega gekk að koma Fellinu upp að bryggju í morgun en enginn afgangur var þó af því.
Góða helgi allir og munið að öl er böl. Það segir í Hávamálum. ( það á sérstaklega við um áhöfnina á Huginn. )
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.