Fyrirjólaspjall.

Moren.

Nú nálgast jólin óðfluga. Vegna kvótaleysis eru skip að stoppa umvörpum og það er bara 9. des. Allir eru komnir of langt í þorskinum og það verður að bæta við og það ekki seinna en strax. Nonni bóndi er að vísu búinn að skipa nefnd til að endurskoða aflaregluna. Þar er sonur hans og fleira valmenni. Í fyrstu átti ekki að vera fulltrúi sjómanna í nefndinni og mótmæltu samtök sjómanna því harðlega. Fór svo að lokum að Árni Bjarnason frá FFSÍ var skipaður í nefndina eftir mikinn þrýsting. Þessi nefnd verður að haska sér og færa aflaregluna í 23-25%. Og ekkert leigubrask hjá ríkinu með aukninguna. Hvar halda menn að sá kostnaður lendi? Þeir sem sannarlega veiða sínar heimildir eiga að sitja fyrir væntanlegri aukningu og ekkert me he með það.

Frár landaði í gærkvöld 40 tonnum og er kominn í langt jólafrí því eftir áramót fer hann í vélarskveringu í borginni. Bergey landaði líka í gær um 40 tonnum held ég og allur rauði herinn stoppar í þessari viku fyrir jól. Kannski fara þeir milli hátíða, hver veit? Glófaxi er stopp fram að netavertíð. Ufsaveiðin er treg í netin hjá Krissunni. En þó fór Brynjólfur til ufsaveiða í morgun. Lóðsinn er í skveringu í Njarðvík og er væntanlegur á morgun til Eyja. Á meðan notast hafnsögumenn við Létti sem er orðinn nokkuð lúinn eins og menn þekkja og betra að reka hann ekki harkalega utaní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju má ekki ríkid fá smá pening á veidiheimildum, fiskurinn sem er ad synda í sjónum er jú thjódareign. Greifarnir feingu thetta gefinis á sýnum tíma, mér finns vera kominn tími á endurskipuleggja thessa vitleisu, Ad duglegt fólk úti á landi geti ekki bjarkad sér útaf thví 10 eda 15 feitir grefar eiga allt og thad ekki rétt gamli vinur...

Keli (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 12:01

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll gamli félagi.

Ríkið fær 3 milljarða á þessu fiskveiðiári í formi auðlindagjalds frá útgerðinni. Hverjir vildu vera í útgerð 1983? Og greifarnir eiga að veiða sínar heimildir, ef þeir geta það ekki á að endurúthluta til þeirra sem geta það. Fjárfestingin er til, þ.e. skip og vinnslur og þeir sem eiga þær núna vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð, ekki satt. Eða eigum við að fjárfesta í öllu upp á nýtt? Eða kaupa þá út með þeim kostnaði sem því tilheyrir. Það er ekki nóg að breyta kerfinu breytinganna vegna, það gæti kollvarpað meiru en og lagt aðra staði í auðn með tilheyrandi rótleysi. Og síðast en ekki síst erum við alltaf að skipta sömu kökunni og hún stækkar ekki með því að fara fyrningarleið eða eitthvað slíkt. Fiskauðlindin er takmörkuð gæði. Framhjá því verður ekki horft.

Valmundur Valmundsson, 10.12.2010 kl. 13:20

3 identicon

Ég er ekki sammála ther vinur í thessu,

Thad er búid ad leggja alla vestfyrdi og halft nordurland og storan hlut af Austfjördum í rúst allt folk á thessun stödum er buid ad tapa aleigu húsaverd farid nydur í 0:- allt út af kvóta kerfinu thessir greifar sem hafa selt kvótan lokad öllum vinnustödum og feingid vel borgad búnir ad koma öllu sýnu í skjól fyrir sig og gefa skít í alla sem eiga heima í thessum smá baeum fyrir vestan nordan og austan. Thad er ekki rétt ad folk í thessum baeum meigi ekki bjarga sér, allur auka kvóti sem á eftir ad gefa út á ad fara á thessa stadi ekki til Stór greifana sem eiga nóg fyrir sig og sina í 100 ár.

Keli (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 19:43

4 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Satt góði félagi.

Útgerðarmennirnir sumir hverjir, eru sjálfum sér verstir og geta sjálfum sér um kennt hvernig almenningsálitið er. En hvað svo? Sjómenn börðust hart á móti þegar frjálsa framsalið var leyft. En við ofurefli var að etja eins og þú manst. Ef ekki væri fyrir frjálsa framsalið og ef veiðar og vinnsla væru aðskilin fyrirbæri værum við ekki að kíta núna um þessi mál. En að leigja nýjar heimildir frá ríkinu þýðir bara eitt í mínum huga, sjómönnum blæðir.

Valmundur Valmundsson, 13.12.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband