Jamm.
Nú er fimmtudagur og þá landa alltaf margir í Eyjum. Bergur, Frár, Bergey, Brynjólfur, Suðurey, Álsey, Guðrún Guðleifsdóttir og Glófaxi. Sæmilegt hjá flestum en þó ekkert mok enda komið haust á þessu nema á síldinni. Þar ganga menn nánast þurrum fótum í Breiðafirðinum. Ísfélagið vinnur síld á vöktum og sendir bolfiskinn til vinnslu á Þórshöfn. Vinnsló er í bolfiski nema um helgar, þá er unnin síld. Vongóðu gæjarnir í Goodhaab eru að gera það sæmilegt og aðrir kvarta ekki upphátt.
Þannig að ekki er ástæða til að vola yfir ástandinu. Nema þá helst höfninni hérna hinu megin við Álinn. Hún gerir okkur lífið leitt en ekki tjóar að gefast upp og grenja heldur safna liði og leysa málið. Heyrst hefur á götubylgjunni að Siglingastofnun sé búin að finna hentugt dýpkunarskip sem hún annað hvort leigi eða kaupi til dýpkunar Landeyjahafnar. Svo væri nú ekki úr vegi að reiknimeistararnir sem hönnuðu höfnina settust niður og hönnuðu varnargarð sem ver höfnina betur fyrir úthafsöldunni og öllum blessuðum sandinum og öskunni. Talandi um ösku, þá er eins og á sé þoka núna, þó heiðskýrt sé. Öskufjúkið í norð-austan áttinni er ennþá mikið.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.