,,Alloft koma fram í hugann vangaveltur um hvað það sé í raun og veru sem reki umræðuna áfram um Framtakssjóð lífeyrissjóðanna. Sá ofsi sem einkennir málflutning tiltekinna manna, setur mann nú orðið í varnarstöðu. Það hefur nefnilega verið svo oft sem það hefur komið fram að þeir eru að koma í veg fyrir málefnalega umræðu með því að kasta í gríð og erg reyksprengjum og reyna að eyðileggja umræðuna. Athugasemdir eru æði mótsagnarkenndar og sumar einfaldlega fjarstæðukenndar.
Starfsmenn lífeyrissjóða hafa það hlutverk að ávaxta fjármuni sjóðanna í samræmi við lög og fjárfestingastefnu hvers sjóðs. Lífeyrissjóðir hafa alla tíð fjárfest í hlutabréfum í atvinnulífinu og enginn hefur gert athugasemdir þar um. En nú er dreift af miklum krafti áróðri sem beinist allur að því að gera alla starfsemi Framtakssjóðs tortryggilegan.
Það er allmargt í þessum málflutning sem minnir mann á málflutning tiltekins hóps manna í hinum svokallaða valdahóp. Manna sem ástunduðu það af krafti að fjárfesta í fyrirtækjum, gengu að ótakmörkuðu lánsfjármagni í bönkunum, bútuðu þau niður, seldu öll verðmæti úr þeim og flúðu svo með peninganna til Sviss skömmu fyrir Hrun, eða á falda reikninga á Huldueyjum.
Fyrirtækin lágu eftir í rústum og bankarnir sátu upp með verðlausar eignir og lán í vanskilum. Margt af því sem þessir einstaklingar gerðu fellur mjög líklega undir það hugtak að vera fullkomlega siðlaust og í sumum tilfellum saknæmt. Upplýsingar um þessar athafnir liggja í bönkunum.
Alþekkt er að eftir Hrun komi uppgangur og þá gefa fjárfestingar í hlutabréfum mestan arð. Og þá kem ég að pælingu minni, og reyndar fjölmargra annarra.
Innkoma Framtakssjóðs fer greinilega ákaflega í taugarnar á þeim sem eiga peninga (þá sem ég talaði um hér framar) og vilja eftir sem áður getað athafnað sig á hlutabréfamarkaði nánast einir. Nú þvælist Framtakssjóður fyrir þeim og það er ljótt, eins og t.d. þingmenn sem hafa hampað þessum viðskiptaháttum og jafnvel verið þátttakendur, fara nú mikinn í sölum Alþingis og víðar. Það er ekki heil brú í málflutning þeirra í pontu Alþingis og ríkisjónvarpið hampar því í öllum fréttatímum sem betur fer segir maður, því þar afhjúpa þessir menn sig algjörlega fyrir alþjóð. Öllu er snúið á haus og búnar til grýlur í öllum hornum og arfaslakir fréttamenn spila mótþróalaust með.
Fyrirtæki sem umræddir menn fóru höndum um, eru nú sum hver að komast í hendur sjóðs í eigu almennings ásamt þeim upplýsingum sem eru geymdar í bakherbergjum bankanna. Við erum mörg sem viljum að það tækifæri verða nýtt til þess að framangreindir menn verða gerðir ábyrgir gjörða sinna og þeim haldið utan við uppbyggingu heilbrigðs atvinnulífs og hlutabréfamarkaðar.''
Framtakssjóður
Góð greining hjá Guðmundi Gunnarssyni eins og endranær.
Annars er lítið að frétta hér í Eyjunni nema að Landeyjahöfn er að stríða okkur, hún bara grynnist og næg verkefni fyrir Perluna. Grétar Mar er að landa lúðu en hann er með Valþór sem er á haukalóðum. Gandí er að fara á net og Vídalín landaði á mánudag 75 tonnum.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.