Landeyjahöfn, Landeyjahöfn.................

Jæja.

Loksins er Landeyjahöfn klár til að taka á móti Herjólfi. Farið verður í dag kl. fimm í fyrstu ferð í rúmar fimm vikur. Vonandi verða ekki frekari tafir með höfnina okkar fínu. Flestum finnst mikill munur að fara um Landeyjahöfn í stað Þorlákshafnar. Þótt fólk þurfi að aka klukkutímanaum lengur til Reykjavíkur en úr Þorlákshöfn. Margir segja að suðurlandsvegurinn geti orðið ófær yfir veturinn en ég minni á að Þrengslin og Hellisheiðin eru mun oftar ófærari og þar er oftar hálka en á suðurlandsveginum. Sjóveikin er slæm veiki, segja þeir sem af henni þjást og vilja allt til vinna til að losna við hana. Þar kemur Landeyjahöfn sterk inn og líka er nánast bein tenging við þjóðveg eitt. Sem hlýtur að vera mjög jákvætt er það ekki?

Hananú, Suðurey landaði á Þórshöfn í gær tæpum 70 tonnum í vinnsluna þar. Álsey og Júpiter lönduðu síld úr Breiðafirðinum í vikunni 600 tonnum hvor og Álsey er farin aftur á stjá. Hólabiskup er búinn að gefa út 40.000 tonna kvóta af Íslandssíld og eru menn þokkalega sáttir við það. Sumumfinnst Hafró menn vera ákaflega varfærnir í ráðgjöf sinni því síkingin virðist vera lítil og hafa menn á orði að til að finna 30% sýkingu hafi þurft öflugri smásjár en í fyrra. Bergur var í landi í morgun og Brynjólfur líka með 20 kör af humri og eitthvað svipað af fiski. Krissan kom líka en rólegt á krabbanum núna.

tilvitnun í Óla Tynes um síðastliðið sumar, sem var mjög erfitt að hans mati:

,, og hvað gerist þegar það er sól og hiti alla daga? Stelpurnar fara í þrengstu og flegnustu boli og blússur sem þær eiga, og þær eru nú svoleiðis þessar elskur að það er hægt að leggja á borð fyrir tvo á brjóstunum á þeim. Svo eru þær í stuttpilsum sem ná upp í nára og eru sveiflandi löngu leggjunum í allar áttir-og svo verða þær móðgaðar ef maður horfir ekki í augun á þeim[...] þetta var strembið sumar''

Já erfitt var það sumarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband