Kjarasamningar sjómanna.

Góða kvöldið.

Var að koma af fundi framkvæmdastjórnar Sjómannasambandsins. Þar stilltum við saman strengi fyrir komandi kjarasamningsviðræður við LÍÚ. Margt kom til tals við undirbúning kröfugerðar en við eigum eftir að slípa þetta til eða massa þetta bara eins og þeir segja í Spaugstofunni. Þegar það er klárt verða kröfurnar birtar.

Jón bóndi kastaði einni sprengjunni enn í gær, þegar hann spjallaði við smábátakallana á ársfundi þeirra. Lofar að beita sér fyrir aukningu í nær öllum botnfisktegundum og í síldinni líka. Undir þeim formerkjum að bjarga sjúkrahúsunum á landsbyggðinni. Hann ætlar að leigja þessa viðbót til þeirra sem hafa veiðileyfi og við þær fréttir kættust sumir mjög sem hafa selt frá sér lífsbjörgina, þ.e. kvótann. Nú er hægt að byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Ef bætt verður við í þorskinum þá verð ég ánægður en framkvæmdina við úthlutunina er ég óánægður með. Svo er kallinn að fara fram úr Hafró og verður að láta þá hækka veiðistuðulinn frá því sem nú er. Þá þarf nú að snúa vel uppá hendurnar á Jóa Sig.

Ætlaði að fljúga heim til Eyja í dag og fórum í loftið en þegar fimm mínútur voru eftir þá var snúið til baka vegna þoku í Eyjum. Þannig að það er Herjólfur í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband