Verstöðin á þriðjudegi.

Moren.

Nú er ekki mikið líf við höfnina en þó er verið að lesta frosnar afurðir og Gullberg og Suðurey í löndun. Suðurey með rúm 60 tonn af blandi í poka og Gullberg með eitthvað svipað.Drangavík er farin á fiskitroll og hýrnar þá yfir sumum.  Svo er Perlan alltaf með fullfermi af sandi en hún byrjaði að dæla í Landeyjahöfn í morgun. Vonandi getum við farið að njóta okkar samgöngubóta von bráðar. Svo ætlar ríkið að rukka okkur fyrir dælinguna á sandinum. Réttlæti okkur til handa er það eina sem við biðjum um herra samgönguráðherra og borðaklippari, segi ekki meira. Og þó, ef þarf að moka snjó í Ártúnsbrekkunni í vetur, krefjumst við þess að borgarbörnin borgi það beint. Með heimsendum reikningi, stimpluðum í bak og fyrir frá borðaklippi sjálfum. En svona er okkur att saman, Íslendingum, í stað þess að vinna saman og gleðjast saman yfir góðum árangri.

Veðrið er þokkalegt en dimmt yfir og 12 stiga hiti. Á sama tíma í fyrra var Hellisheiðin ófær vegna hvassviðris og skafrennings. Ja svona er lífið, fullt af óvæntum uppákomum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur, og takk fyrir góðan pistil.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.10.2010 kl. 22:33

2 identicon

Sæll Valmundur. Við Reykvíkingar borgum snjómoksturinnn í Ártúnsbrekkunni alveg eins og við Siglfirðingar borguðum snjómoksturinn af Aðalgötunni. Það er hinsvega firra að ætlast til að þið borgið dýpkun Landeyjarhafnar, hún er jú í "öðru landi". Að öðru sem kemur málinu ekkert við. Er ekki Sigurður Áss, verkfræðingur Landeyjarhafnar ekki sá sami Sigurður Áss sem stjórnaði "snilldarfjárfestingum" Lífeyrissjóðs Verkfræðinga sem nú er tómur?

Kristján Elíasson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, mig langar til að spyrja Kristján um þennan hluta athugasemdarinnar, sem hann segir í "öðru landi" hvað meina þú Kristján?

Ég get frætt þig um það Kristján að þetta er sami Sigurður áss, sem setti lífeyrisjóð verkfræðinga á hausinn.

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 06:53

4 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sælir allir. Kem seint inn vegna þess að ég var ekki í sambandi. En Stjáni minn við borgum öll fyrir snjómokstur á þjóðvegum Íslands en sérstakan skatt skal setja á okkur sem notum Landeyjahöfn, þ.e. Herjólf til að komast á þjóðveg eitt. Já og segja má að við búum í öðru landi og kannski má nota þetta í baráttunni. Takk fyrir þetta Stjáni.

Valmundur Valmundsson, 15.10.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þakka þér fyrir þetta Valmundur, ég skil núna hvað Kristján meinar, við vorum oft kallaðir útlendingarnir.

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband