Hvar er velferðarstjórnin?

Moren.

Nú dynja á okkur niðurskurðartillögur ríkisstjórnar sem kennir sig við norræna velferð. Norræn velferð ,my ass.þessar tillögur bera með sér algeran skort á innsæi og eru í raun móðgun við harðduglegt fólk sem gerir allt sem í þess valdi er, til að hífa landið okkar uppúr öldudalnum. Hér í Vestmannaeyjum myljum við inn gjaldeyri í varasjóðinn hans Steingríms sem aldrei fyrr. Samt sem áður skal refsa oss með öllum ráðum. En mig grunar að þessar tillögur eigi eftir að breytast og það nokkuð mikið. Þetta segi ég vegna þess að ríkisstjórnin hefur áður sett fram rosalegar tölur um niðurskurð og dregið svo í land. Sem sagt, þetta er taktík sem leikin er til þess að sætta okkur við þann niðurskurð sem síðan verður að veruleika.

Væri nú ekki farsælla fyrir hina ,,norrænu velferðarstjórn'' að byrja á réttum enda í niðurskurðinum. Eigum við að nefna utanríkisþjónustuna, listamannalaun, ofurlaun fjármálasnillinganna í skilanefndunum og bönkunum og áfram má lengi telja áður en farið er að krukka í heilbrigðis- og skólakerfið. Kommon gera þetta rétt.

Annars er það að frétta að Bergeylandaði í gær 45 tonnum. Vestmannaey landaði í morgun einnig 45 tonnum, Vídalín og Brynjólfur voru líka í morgun. Brynki var með 40 kör af heilum humri og rúm 30 tonn af fiski, veit ekki með Vídóinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll foringi, ég held að flestir taki undir mest af þessu hjá  þér Valmundur.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.10.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband