Landeyjahöfn o.fl.

Moren.

Hef áður lýst hugmyndum mínum um siglingar annarra en Herjólfs í Landeyjahöfn. Forgangur Herjólfs er sjálfsagður. En þegar hann er ekki í höfninni þá á auðvitað að nota hana. Hálftíma eftir brottför frá Bakka á að leyfa siglingar annarra, og þangað til Herjólfur leggur af stað frá Eyjum aftur. Og enn og aftur ítreka ég að fyllsta öryggis verður að gæta og mér sýnist að það sé gert með reglugerðinni um ölduhæðina og bátastærðina. Hverjum dytti í hug að takmarka siglingar skemmtibáta og farþegabáta í t.d. sænska skerjagarðinum? Ég hef siglt þar og ef menn telja þröngt í Landeyjahöfn, þá eru þeir sömu á villigötum. Fyrir næsta sumar verður að liggja fyrir hvernig þessum málum verður háttað.

Svo er eitt sem gleymst hefur í umræðunni um hina nýju siglingaleið Herjólfs. Mörgu starfsfólki Herjólfs var sagt upp störfum. Álagið á þá sem eftir eru hefur aukist til mikilla muna og reyndar óhóflega á stundum. Maður hefði haldið að með aukinni siglingatíðni og miklu fleiri farþega þyrfti fleira starfsfólk, eða?

Annars er það að frétta að Gullberg landaði 60 tonnum í gær sem og Smáey sem var með 55 tonn mest ufsi. Svo er Vestmannaey að koma til löndunar með rúm 60 tonn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband