Sumarfríið búið!!!

Moren.

Jæja góðir hálsar, þá er fríinu lokið. Ég hafði einsett mér að blogga ekki í fríinu en gat ekki setið á mér eftir dvölina á Sigló. Þaðan fórum við í Munaðarnes með afaskottið og dvöldum þar í góðu yfirlæti og fengum marga góða gesti. Þaðan fórum við í bústað Ísfólksins við Sogið í boði vina og alltaf sama blíðan.

Bergey og Vestmannaey lönduðu í vikunni nánast fullfermi hvor og Smáey landaði í gær fullfermi. Suðurey var einnig í gær með um 45 tonn. Lítið um að vera á krabbanum enda stærsti straumur ársins um þessar mundir.

Lenti í svolitlu ævintýri í gær. Fór með ,, Storm Breka '' vestur að Þrídröngum með leikara og tökuliðið sem er að taka kvikmyndina Djúpið. Vorum sjö tíma á sjó og tekin voru nokkur atriði. Meðal annars var tekið hal með ónýtu fótreipistrolli og meira að segja fráleyst. Tókum með okkur fisk sem settur var í pokann eftir halið, honum vippað útfyrir og hífður aftur inn og losað úr honum. Svo fóru leikarnir í aðgerð. Maður lifandi, handbragðið var ekki uppá marga fiska. En þetta var fyrsti túr hjá þeim flestum nema Þresti Leó sem er þrælvanur að vestan. Nokkuð bar á sjóveiki í liði bíómanna þó brakandi blíða væri. Skemmtileg reynsla og gaman að fá innsýn í þennan heim. Þessir klukkutímar einkenndust fyrst og fremst af því að bíða og bíða og bíða................. En allir í bíóliðinu virtust vera vanir allri þessari bið og voru hinir hressustu þrátt fyrir allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, ég heyrði í þér á 12 í gærkveldi, þá voruð þið inn á Klettsvík, varst þú skipstjóri á Breka( eða Storm-Breka)? Þessi sjóferð hefur tekið lengri tíma en sumir héldu, en gekk ekki bara vél að skjóta. Ég lenti í vinna hjá Baltasar í fyrrinótt, þeir þurftu rafmagn á Nausthamarsbryggju, svo var ég umsjónarmaður um borð í Hafursey.

kær kveðja. 

Helgi Þór Gunnarsson, 13.8.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband