Sumarfrí.

Moren.
Vorum á Sigló á síldarævintýri um helgina. Siglfirðingar eiga heiður skilinn fyrir hvernig þeir hafa byggt upp bæinn sinn. Gömul hús sem að hruni voru komin fyrir nokkrum hafa gengið í endurnýjun lífdaga og eru nú bæjarprýði. Rauðkutorgið og Hannes Boy eru rósin í hnappagatið.
Með tilkomu Héðinsfjarðarganga mun Siglufjörður fá langþráðar samgöngubætur og siglfirðingar eru fullir bjartsýni á framtíðina.
Tónleikar Hlöðvers, Þorsteins og Þórunnar í kirkjunni á laugardaginn voru hreint út sagt frábærir og loksins fengum við að heyra í þeim öllum saman.
Um kvöldið fórum við í bátahúsið og hlýddum á frívaktina og Ómar Ragnarsson. Frábær skemmtan og siglfirðingar eru ekki á flæðiskeri staddir með tónlistarfólk. Dagskráin alla helgina var þétt og til fyrirmyndar. Varla sá vín á nokkrum manni enda mest af heldra fólki og prúðum unglingum með fjölskyldum sínum.
Takk fyrir frábæra helgi siglfirðingar og ekki skemmdi veðrið fyrir. Siglufjörður skartaði sínu fegursta, þoka á morgnana en sólin sópaði henni til hliðar um hádegi og þá minntist maður gömlu góðu daganna. Ég mundi rétt, lognið er eiginlega yfirgengilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband