Verstöðin á fullu gasi.

Moren.

Jæja ekki gengur að ekkiblogga lengur. Fiskiríið er almennt gott hjá togbátunum. Þeir fara víða í leitinni endalausu að ýsu. Vestur og austur en ýsan vill ekki gefa sig nema mjög stutt í einu. Eins og ég spáði er Jón bóndi hættur við fyrningarleið og er það vel. En eitthvað kemur í staðinn og ég spái veiðiskylduleið sem breið samstaða virðist vera um. Eitt er víst að allir verða að gefa eftir og 90-100% veiðiskylda með afnotarétti til t.d. 20 ára er leið sem er mjög vel fær og ætti að slá á óánægjuraddirnar í samfélaginu. Þó seint verði allir sáttir, en það er nú eins og það er.

Vonbrigði með niðurstöðu Hafró. Sjómenn eru sammála um að þeir séu alltaf tveimur til þremur árum á eftir í ráðgjöfinni. Svo er ekki mönnum bjóðandi að strandveiðikvótinn og byggðakvótinn komi til niðurskurðar hjá atvinnusjómönnum. Það verður að finna leið framhjá því. Helst að hætta þessu bulli öllu um sérstakar ívilnanir og draumóra stjórnmálamannanna. Nóg um það.

Makrílveiðarnar ganga sæmilega og eru menn að reyna að vinna sem mest. Nú fer makrílinn fitnandi mjög og þá er erfitt að vinna skepnuna. Þá er bara að setja kvikindið í bræðslu því verð á mjöli og lýsi er í hæstu hæðum núna.

Nú er Shellmót í Eyjum og gestir af fastalandinu í kringum 3000 talsins. Góð innspýting í bæjarfélagið. Veðrið er sæmilegt logn og hiti þó sólina vanti. Menn þurfa að hlaupa um til að ná andanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband