Og lífið gengur sinn vanagang.

Moren.

Takk fyrir helgina vestmannaeyingar. Sjómannadagurinn tókst vel til. Sjómannadagsráð borðaði hjá Adda Johnsen í Höfðabóli, skötu og saltfisk á sunnudagsmorgun og svo drifu allir sig í kirkju í sjómannamessu. Sonur Sindra Ólafs og Hildar Sólveigar var vatni ausinn og skírður Aron. Alltaf hátíðlegt þegar skírt er á Sjómannadegi. Aron litli mótmælti kröftuglega þessari óvæntu truflun á lífi sínu og höfðu menn á orði að hann yrði líklega skipstjóri eins og afinn. Eftir messu flutti Snorri Óskarsson minningarorð við minnisvarðann. Svo kom sjómannadagsráð við hjá Bjössa vélstjóra hinu megin við götuna. Bjössi spilar á nikkuna og gítarinn, Leó tekur lagið og Addi Johnsen endar tónleikana með Göllavísum. Þetta höfum við gert í nokkur ár og er orðinn órjúfanlegur hluti af helginni. Stakkó hefðbundið, heiðranir og verðlaunaafhendingar. Hátíðarræðuna flutti Jórunn Einarsdóttir bæjarfulltrúi.

Svo endaði helgin hjá mörgum á veitingastöðum bæjarins með góðum mat og gleði. Fáir komu á tónleika Óp-hópsins í Akóges en að sögn þeirra sem mættu voru þeir stórgóðir.

Nú eru flestir farnir á sjó og lífið gengur sinn vanagang, hér í Verstöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur bloggvinur, mig langaði bara sem gamall ritstjóri Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja að hrósa ritstjóra Júlíusi Ingasyni og ritnefnd Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja fyrir gott fjölbreytt Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.6.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband