Sjómannadagur.

Til hamingju með helgina sjómenn og fjölskyldur.

Friðarhöfnin klikkar ekki. Gott fjör og gaman. Krakkarnir að djöflast í höfninni. Kappróður, Drullusokkarnir með frábæra mótorhjólasýningu, hoppukastalar fyrir ungviðið, koddaslagur, rólan, netabæting  þar sem austfirðingurinn Egill Guðna sigraði. Og Jötunn rúllaði upp kappróðrinum.. Stuðið í gærkvöld hjá Adda Johnsen var hreint út sagt frábært og ekki var rokkið í Höllinni af verri endanum. Í kvöld verður hátíð í Höllinni, 400 manns í mat og skemmtun og ball á eftir. Eitt af atriðum kvöldsins verður uppboð á tveimur ungum drengjum sem safnað hafa skeggi nokkuð lengi. Verða skegg þeirra skert í þágu góðs málefnis og nýtur Björgunarfélagið góðs af. Rakarinn góðkunni Viktor mun sjá um skeggskerðingu eftir að skeggin hafa verið boðin upp.

Meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband