Moren.
Jæja nú er búið að þrífa heilmikið og svo eru skúrir og ekki fýkur askan þá. Allir hangandi utaná þakrennum og með vatnsslöngur að skola burt ógeðinu. En mig rennir í grun að við séum ekki búin að bíta úr nálinni með þetta. Þegar þornar aftur þá rykast allt upp aftur. En hvað um það.
Gullberg landaði í gær fullfermi um 80 tonn. Vídalín landaði í morgun rúmum 100 tonnum mest karfa og ufsa. Frár með 55 tonn, ýsa. Dala Rafn með 65 tonn mest ýsa. Brynjólfur með 90 kör af heilum humri og eitthvað af fiski. Gandí fór í prufutúr í morgun. Svo er Þorsteinn að landa 140 tonnum af úthafskarfa sem þeir fengu í fimm hölum, góðir.
Nú stefni ég á norðurlandið á minn ástkæra Siglufjörð og mun ég athuga með útgerðina þar og aflabrögð.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.