Moren.
Við hjónin ásamt nokkrum vinum brugðum okkur á tónleika Tríkot og Lúðró í gærkvöld. Og hvílík skemmtun. 600 til 700 manns í salnum og ekki hægt að setja loftræstinguna á vegna öskunnar. En allir brosandi eyrna á milli. Lagavalið var mjög fjölbreytt frá Mozart til U2 og allt þar á milli. Nokkrir gestasöngvarar komu fram. Systurnar Jórunn og Arndís, Guðrún Gunnars, Tóti maður, og nokkrir aðrir. Blússandi fjör og sveitirnar klappaðar þrisvar upp. Lúðró er fyrirbæri útaf fyrir sig. Lúðrasveit Vestmannaeyja ásamt hluta af Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveit Reykjavíkur. Og hvílíkir tónar, hvergi feilpúst, þéttleikinn og spilagleðin allsráðandi. Obbi stjórnandi góður að vanda og Tríkotararnir eru alltaf að verða betri og betri. Í hléinu hitti ég nokkra blásara úr Reykjavíkursveitunum og þeir voru orðlausir yfir mætingunni. Þennan viðburð verður eiginlega að flytja á fastalandið og leyfa fleirum að njóta.
Takk fyrir frábæra kvöldstund Tríkot og Lúðró.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.