Jæja þá er það byrjað.

Moren.

Bjartsýnin var við völd í síðustu færslu. Nú er öskufall byrjað fyrir alvöru í Eyjum. Í gær byrjuðu ósköpin um hálf þrjú og féll aska til klukkan fimm. Þá þustu allir út að skola rykið af bílum, þökum og görðum. Skammgóður vermir því ógeðið byrjaði aftur í nótt. Núna kl hálf ellefu er eins og skammdegið sé komið aftur, það þarf að lesa við ljós. Öll náttúran er kolbikasvört og grá. Og engin rigning eins og í gær og askan ríkur um allt. Þvílíkt ógeð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband