Bjarnarey hverfur!!!

Moren.

Ja hérna, enn hrinur úr Bjarnarey og segja gárungarnir (les, Ellireyingar ) að hún Bjarnarey sé að hverfa og hvetja alla Bjarnareyinga að gera sér ferð austur á hraun og berja hana augum áður en hún hverfur alveg.

Þannig er nú það, en Gullberg kom að landi í morgun með 70 tonn af karfa, ýsu og þorski. Annars er lítið að frétta af fiskiríi menn, flengjast um allan sjó í leit að ýsu og flýja þorsk. Jamm og ríkisstjórnin ber hausnum við steininn og heykist enn á að bæta við kvótann. Almennur aulagangur bara. Bylgja er komin af rækjunni og er farin á fiskitroll.


mbl.is Mikið hrun úr Bjarnarey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Afsakaðu ósvífnina, en ef Bjarnarey er óbyggð, hvað er þá Bjarnareyingur? Er það bara einhver sem fer í veiðiferð þangað?

Vendetta, 11.5.2010 kl. 19:29

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll hefndarhugur.

Bjarnareyingar eru þeir Eyjamenn sem eru í veiðifélagi Bjarnareyjar. Jú mikið rétt, þeir fara þangað til lundaveiða og til eggjatöku. Og til afslöppunar í "veiðikofanum" sínum.

Valmundur Valmundsson, 12.5.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband