Moren.
Í dag fyrir sjötíu árum gekk breskur her á land á Íslandi og hertók okkur formlega. Flestir Íslendingar höfðu aldrei séð hermann í þennan tíma. Á Siglufirði komu tjallar og byggðu sér nokkra skála en gistu fyrst í tjöldum við illan kost. Amma gamla sagði mér að hún hefði vorkennt þessum óhörnuðu unglingum og heyrði stundum í þeim gráta sig í svefn. Sendir norður undir heimskautsbaug til að gæta fólks sem þeim kom ekkert við. Bretatúnið var heimavöllur þeirra en það er túnið sem barnaheimilið stendur á og þar norðuraf. Gantast var nokkuð með tjallana. Þeir tóku eftir að siglfirðingar keyptu mikið af skyri í kaupfélaginu og vildu prófa sjálfir. Keyptu þeir ósköp af skyri en vissu ekki hvernig matreiða átti þessa mjólkurafurð. Komið var að kokknum þar sem hann var að búa til bollur úr skyrinu og steikti svo á pönnu. Svo má minnast þess að í dag eru 49 ár frá fæðingu minni. Merkilegt nokk.
Drangavík landaði í morgun fullfermi eða 75 tonnum. Brynjólfur kom í gærkvöld með 112 kör af heilum humri og eitthvað af fiski.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll kæri vinur! Hjá Greenberg(gyðingur sem rak verslun með öllum fjandanum) í Grimsby unnu ásamt fleirum 2 menn sem höfðu verið í breska setuliðinu hér á landi og töluðu sæmilega íslensku. Þessir menn voru virkilega hjálplegir við íslenska sjómenn sem komu til Grimsby á þessum árum eða fkjótlega upp úr stríðinu.Annar sem mig minnir að hafi heitað John giftist konu frá Siglufirði. Og þau áttu son sem Georg heitir og vann um tíma hjá einni af "Tax Free" versluninni í Grimsby. Og ef fjandans minnið er ekki að svíkja mig enn meir þá býr hann hér á landi í dag. Kannastu eitthvað við þetta. Svar má koma munnlega í litla"klúbbhúsinu" við höfnina. Ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 11.5.2010 kl. 23:33
Sæll Óli minn.
Kannast við sögur af Greenberg en hitt kannast ég ekki við en leggjast skal ég í fyrirspurnir hjá þeim sem til þekkja.
Valmundur Valmundsson, 12.5.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.