Daginn.
Smáey og Bergey lönduðu í gærkvöld um 55 tonnum hver ýsa og þorskur. Mikið af þorski vesturfrá og allir að flýja svæðið. Brynjólfur landaði í gær 70 körum af heilum humri og 25 tonnum af fiski. Var mest á Skerbleyðunni og sunnan við Surt. Drangavík landaði í morgun fullfermi eða 75 tonnum, ekki mikið laust en smá samt!! "Nýji" Gandí kemur í kvöld.
Fundur um samgöngumálin og Landeyjahöfn var í Höllinni í gær og fóru vegagerðin, siglingastofnun og Eimskip yfir stöðuna og hvernig rekstri Herjólfs verður háttað þegar siglingar hefjast á Bakka. Ágætis fundur og svaraði mörgum spurningum. Síðasti frummælandi var Friðrik Pálsson hótelstjóri hótel Rangár. Hann fór vítt og breytt yfir möguleikana við að selja túristum afþreyingu, sem skapast með Landeyjahöfn. Þar er á ferð markaðsmaður mikill og hafði hann mikla trú á Vestmannaeyjum í þessu sambandi. Með því fororði að aðilar í greininni ættu að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum sínum og miða við þjónustu allt árið. Ekki bara fleyta rjómann. Jamm segi ég nú bara.
Sjómannadagurinn nálgast óðum og undirbúningur er í fullum gangi, hef ég heyrt. Allir saman nú og mæta á bryggjuna og á viðburði tengda Sjómannadeginum. Sjómenn í Vestmannaeyjum hafa allan veg og vanda að deginum nú sem áður og ber að hrósa þeim fyrir það. Það er ekki sjálfgefið að henda upp einum Sjómannadegi, sumstaðar hefur hann lagst alveg af eða aðrir en sjómennirnir sjálfir sjá um hann. Verum stolt af okkar sjómönnum og heiðrum þá á þeirra degi með þáttöku í hátíðarhöldunum.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll kæri vinur, Mæltu manna heilastur. Ég hef sannarlega áhyggur af deginum því mér finnst sumir aðilar vilji hann helst feigan Og menn virðast stundu gleyma nafninu. Dagurinn heitir Sjómannadagur og ekkert annað. Það eru lög. Þó þau séu sniðgengin á ýmsan hjá í þessu þjóðfélagi í dag. Margt af þessu "eitt hundrað" og ja liði þú veist skammast sín fyrir uppruna sinn. Það var Slor(með stórum staf) og lykt af því sem kom þessari þjóð þær þær lappir sem hún stóð fyrir hrun En Channel 5 og Boss ilmur sem kom henni á hausinn. Ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 6.5.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.