Daginn öll.
Eitthvað er maður tuskulegur í dag. Eins og allur vindur sé úr manni. Held að gosið dragi úr manni allan mátt. Ekki kom mikið öskufall hér í Eyjum, aðeins í morgun en varla neitt. Sjónin sem blasti við í gærkvöld þegar jökullinn ruddi sig var hreint út sagt frábær. Fyrst var mökkurinn hvítur og svo varð allt kolsvart og hrikalegt. Hvílíkir kraftar á ferðinni og er þetta þó smágos miðað við Kötlu gömlu. Flugfélögin eru farin heim í fýlu og skal engan undra.
Nú tíðkast mjög frítaka á hinu háa Alþingi. Væri nú ekki ráð að segja af sér. Það sjá allir sökina nema gerendurnir. Það vantar auðmýkt hjá öllu þessu fólki, ef hún væri til staðar þá ætti liðið kannski viðreisnar von. Koma fram fyrir alþjóð, viðurkenna mistök, og meina það, biðjast auðmjúklega afsökunar og leggja við heiður sinn að hjálpa til við endurreisnina og sjá að sér.
Með auðmýkt og hrolli fyrir náttúruöflunum. ( Frjálshyggja er ekki náttúruafl ).
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.