Daginn.
Nú dansa menn hrunadans á Fróni. Hver um annan þveran keppast þeir við að kenna öðrum um. Ekki benda á mig, í gær var ég að æfa lygakórinn. Svei.
En fari þetta lið þangað sem það á heima.
Lítið að frétta af bryggjunni í morgun. Brynjólfur og Glófaxi eru að græja sig á humarinn. Krissan er búin með einn túr á krabbann en ekki var mikill krabbi hérna heimavið, meiri fiskur, en nú ar allt slaglokað á heimaslóð og Maggi fór austur í dýpi að krabbast. Vestmannaey kom í land í gær með fótreipið í henglum, sleit aftanúr en náði megninu aftur í ræmum. Slæmt vegna þess að þetta var fyrsti túrinn hjá Héðni Karli sem skipstjóri. Aflinn hjá Héðni og félögum var 45 tonn. En vesenið er bara til að læra af og herðir mann bara, og fall er fararheill.
Sexmenningar nokkrir hér í bæ festu kaup, nýlega, á 12 manna harðbotna tuðru. Glæsilegur bátur. Ætla þeir að tuðrast með túrista úr Bakkafjöru umhverfis Eyjarnar. Þegar öll leyfi og haffæri eru komin byrjar ballið. Allir eru þrælvanir tuðrukallar og eru núna á 30 tonna námskeiði hjá Visku undir skeleggri stjórn Friðriks frá Löndum, óska ég sexmenningum til hamingju með fyrirtækið og að allt gangi vel.
Veðrið leikur við okkur núna og er kominn 11 stiga hiti núna eftir hádegið. Maður fer að rífa sig úr að ofan bara, smá gæsahúð er fín.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.