Skýrslan margfræga.

Moren.

Aumt er ástandið á Fróni. Svona gætu annálaritarar skrifað um líðandi stund.

Ísland 11, apríl 2010.

Davíð flúinn land, og sumir segja að hann sé farinn í útlegð eins og tíðkaðist til forna og komi ekki aftur fyrr en að níu vetrum liðnum. Það var refsingin við fjörbaugssök, ef ég man rétt. Ögmundur hamast eins og gelli á stjórninni, er einskonar ríki í ríkinu eða ný fastastjarna í sólkerfinu. Bjarni Ben vill huga að framtíð landsins en ekki fortíð, þó færa megi nokkuð sterk rök fyrir því að í fortíðinni liggi ástæða erfiðleika okkar nú. Jón Ásgeir varar Steingrím við að vera með sleggjudóma um sig og sína, ella hafa verra af. Steingrímur kannast ekki við fátækt á Íslandi, Sigmundur Davíð vill ekki borga. Heilög Jóhanna slær ,,Skjaldborg'' um heimilin, Jón bóndi segist ráða öllu. Birgitta hermaur er orðin framleiðandi stríðsmynda og Borgin spilar golf í boði skattborgara. Svona gæti maður haldið áfram að skrifa djöfulinn ráðalausan um þá sem við kusum til að hafa vit fyrir okkur hinum og leiða okkur úr öngstrætinu í birtu hinna grænu valla þar sem smjör drýpur af hverju strái, svo maður gerist nú skáldlegur.

Ritgerðin margfræga kemur út á morgun og þingmenn fá hana í hendur í kvöld, held ég og kvarta sumir yfir því að vaka í nótt við lestur. Peyjarnir á sjónum eru ekkert að væla þegar bjarga þarf verðmætum, standa meðan báðir fætur eru jafnlangir og njóta svo ávaxtanna þegar streðinu lýkur. Vona að það sama eigi við um okkar hæstvirtu þingmenn. Smá vökur herða mann bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góður Valmundur.

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband