Kvöldið.
Flykkjast inn skipin með ýsuna. Mok á Péturseyjar bleyðunni. Þar liggur ýsan í loðnu og hefur það gott. Bergey kom fyrst í dag með fullfermi 70 tonn. Svo kom Dala Rafn með sama og Vestmannaey kom undir kvöld einnig full. Svo landaði Vídalín í morgun 260 körum eða 85 tonnum. Vídalín verður á sjó um páskana og landar á þriðjudagsmorgun og kemur vinnslunni í gang hjá Vinnsló eftir páskafrí hjá landfólkinu. Líklega verða flestir aðrir í landi í fyrramálið, eða þegar þeir eru búnir að fylla. Svo er langþráð páskafrí, afslappelsi eða skemmtanir, eftir lyst hvers og eins. Annars er sá guli að gera mönnum lífið leitt fyrir öllu suðurlandi og menn alltaf keyrandi út og suður að forðast dýrasta fisk okkar Íslendinga. Má ekki veiða helvítis kvikindið þó allt sé vaðandi.
Þetta gengur ekki lengur og reikna nú rétt Hafró, því enginn tekur mark á sjómönnunum. Þó er smá séns. Jóka forsætis lýsti yfir að lag væri að auka kvótann til að auka tekjur sárþjáðrar þjóðar sem veitir ekki af hverri krónu sem hægt er að nurla saman. Skuldir dólga erum við víst dæmd til að borga, því engin einasta króna fyrirfinnst í vösum ofurmennanna sem þó voru í hópi ríkustu manna heims fyrir aðeins tveimur árum síðan. Allir allt í einu orðnir staurblankir.
Ja sveiattan. Ansvítans delarnir, hefði amma gamla sagt, þó hún hallmælti ekki nokkrum manni og bölvaði aldrei.
Hitti mann í morgun sem kom heim með nýtt línuskip árið 2001. Hafði loforð þáverandi ráðherra og LÍÚ uppá vasann að langa, keila og skötuselur yrðu ekki kvótasettar. Um leið og skipið kom heim voru þessi loforð svikin og skipið nýja var selt úr landi enda enginn rekstrargrundvöllur fyrir hendi lengur. Vestmannaeyingar allir sem einn, og þá á ég við bæjarstjórn og öll hagsmunasamtök sjómanna og útgerðarmanna mótmæltu kvótasetningu fyrrgreindra tegunda og vildu að sett yrði prósenta á þessar tegundir sem meðafla.
Held að hefði verið hlustað á okkur í den, væri Jón Bjarnason ekki kallaður Nonni Skötuselur í dag.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Valmundur.
Gleðilegt með ýsuna hjá ykkur.
Já og til hamingju með daginn, nú eru að koma tvær mikilvægar reglugerðir í dag.
Skötuselur og makríll.
Mjög stór áfangi í réttindaáráttu sjómanna um allt land.
Nú ættu sjómannafélög að draga fána að húni.
Baráttu kveðjur frá Tálknafirði.
Níels A. Ársælsson., 31.3.2010 kl. 11:54
Góðan daginn Níels.
Ja heldurðu maður. Fáni Jötuns blaktir allt árið við hún á Alþýðuhúsinu, til heiðurs sjómönnum þessa lands. Skötuselsfrumvarpið er í skötulíki, hann á bara að vera meðafli, eins og við lögðum til á sínum tíma. Þá hefði Nonni meiri tíma fyrir landbúnaðinn sinn.
Valmundur Valmundsson, 1.4.2010 kl. 10:02
Og ertu ánægður með makríls reglugereðina eða átti hún að vera öðruvísi Nilli? Ekki eftir þínu höfði?
Valmundur Valmundsson, 2.4.2010 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.