Daginn.
Fiskur er frábær fæða. Hvort sem er úr sjó eða vatni. Fékk bleikju vafða í þorskflak í hádeginu og þvílíkt hnossgæti. Sá í mogga að það stendur til að fiskmarkaðirnir bjóði fólki að kaupa einn og einn fisk innan tíðar. Gott mál. Ef þú nennir að flaka og snyrta hann sjálfur.
Var að koma með flugi úr borg óttans og sá að Smáey og Vestmannaey eru að landa. Drangavík var í morgun og Vídalín í fyrradag. Svo gleymdi ég Dala Rafni en hann landaði fullfermi á þriðjudagskvöld 70 tonn.
Nú er skötuselsrykið að setjast og menn farnir að róast í umræðunni. Sáttanefndin situr áfram og ætlar að klára sín mál að sögn formanns hennar. Þó svo að nokkra aðila vanti að borðinu. Ég brýni þá aðila að koma aftur að borðinu og leita sátta í máli sem skiptir okkur öll miklu. Ef svo fer ekki þá verður óhjákvæmilegt að málið fer í enn pólitískari farveg en nú er og það boðar ekki gott.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.