Moren.
Haukur hummari ræsti mig eldsnemma í morgun í löndun. Vantaði einhvern leðurhaus í Vestmannaey. Sem við svo lönduðum úr 67 tonnum af blönduðum afla þó mest ýsu. Suðurey var líka undir með 70 tonn ýsu og þorsk. Svo kom Drangavík til löndunar með fullfermi eða um 70 tonn. Netabátarnir voru í helgarfríi og eru að fara að leggja. Sé Brynjólf á vesturleið fyrir Eiðinu. Flotinn hefur verið útaf Grindavík í góðri ýsuveiði en veðrið er ekkert sérstakt, búin að vera ruddabræla alla helgina og spáir stormi.
Fór með fríðu föruneyti á herrakvöld ÍBV á laugardaginn. Frábært kvöld hjá handboltahausunum eins og Stjáni á Emmunni kallar þá. Palli FES stjóri var veislustjóri og það fuku nokkrir klúrir. Svo var bingó og spurningakeppni að hætti þeirra bræðra, Sigga og Magga Braga. Halli Hannesar var bingóstjóri og fórst honum það starf einstaklega vel úr hendi. Þó hef ég aldrei verið viðstaddur bingó þar sem mönnum var hótað brottrekstri úr húsi fyrir minnstu yfirsjónir. Og ef menn gripu frammí fyrir bingóstjóra voru þeir dusilmenni með lesblindu og heyrnarskertir.
Flott hjá Man Utd í gær, segi ekki meira. Frétti að margir púllarar hafi meldað sig veika í morgun, þora ekki að feisa daginn og andstæðingana. Og svo gýs í nágrenninu svei mér þá.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.