Fiskifréttir og flatbökur.

Moren.

Rigning og hálfgerð bræla en engar aftökur. Gullberg með rótarafla og Þorsteinn líka, milli 80 og 90 tonn hvor.

Annars er rólegt og allir ætla að verða ríkir á flatbökusölu, en stefnt er á opnun fjórðu flatbökusölunnar á Strandveginum í Varðahúsi og þar á að vera pöbb líka. Verður líklega hverfispöbbinn minn sökum þess hve stutt er í hann. Svo er Geiri á Topp pizzum búinn að kaupa gömlu skóbúðina og er að standsetja hana fyrir flatbökusölu. Þannig að við þurfum ekki að örvænta um flatbökuskort í Eyjunum.

Er ekki einhver sem vill starta fiskbúð í stærstu Verstöð landsins? Þar fengist humar og gellur á flatbökurnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur, takk fyrir aflafréttir og fréttir af flatbökum, alltaf gaman að fá fréttir af sjónum, þær eru nefnilega ekki tiltækar í blöðum nú til dags.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.3.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband