Daginn.
Ja hvað haldið þið, sól og átta stiga hiti. Það liggur við að maður rífi sig úr að ofan.
Tveir í löndun í morgun. Vestmannaey með 65 tonn og ég held að Dala Rafn hafi verið með 50 tonn..
Allur loðnuflotinn að þrífa og skrúbba, stuttri vertíð lokið en flestir brosa samt hringinn því veruleg verðmæti urðu til á þessum stutta tíma eða um 11 milljarða útflutningstekjur fyrir okkar örfoka hagkerfi. Það verður ekki hirt uppúr götunni sí svona.
Nú fer hin hefðbundna vertíð að láta finna fyrir sér með meira fiskiríi. Nema helvítis þorskurinn vaði ekki yfir allt og eyðileggi fyrir mönnum. Hefði maður sagt þetta fyrir svo sem 30 árum hefði maður líklega fengið ófá kjaftshöggin. Þá voru trossur um allan sjó, lagt eins og í bílastæðið í Kringlunni (Hringlunni). Það var engin hætta að detta í sjóinn, það var alltaf hægt að teygja sig í bauju! Og svo allir togararnir.
Núna eru gerðir út fjórir, já fjórir netabátar frá Eyjum. Gömlu netajaxlarnir búnir að snúa sér marga hringi í gröfinni. Þrátt fyrir alla friðun og aftur friðun þá minnkar alltaf veiðistofninn ( að sögn Hafró). Þvílík endaleysa.
Krafa dagsins er: Taka mark á fólkinu í slorinu. Bæta við eins og skot, háu herrar.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.