Loðnuprammar og fjör í höfninni.

Daginn.

8 loðnuskip eru nú í Eyjum að landa eða bíða löndunar. Suðurey kom í morgun með fullfermi um, 80 tonn. Gámadagur á morgun og allt í blóma. Farið á www.eyjafrettir.is og skoðið hvaða skip eru að landa.

Það hefur gengið á með slyddu í dag og birtir á milli. Margar áhafnir eru orðnar tölvutengdar sama hvar skipin eru og nokkrar áhafnir eru á snjáldurskinnu. Hafa skipstjórar þurft að banna sumum að senda út aflafréttir að aðgerð lokinni ef verið er að fiska á leynistöðunum, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Óttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband