Föstudagur, snjór, ófærð og löndun.

Moren.

Jæja nú er orðið slarkfært í bænum er mikið verk framundan að hreinsa bæinn.

Smáey landaði góðum 40 tonnum, Bergey með 60 tonn, Jón Vídó með tæp 50 tonn mest karfi eftir tvo daga á veiðum, hann er að fara í vorrall fyrir Hafró. Drangavík með 35 tonn síðan á Þriðjudag. Dala Rafn landaði í gær 50 tonnum og Bergur með eitthvað svipað. Bylgja er farin norður á rækju. Gandí er á netum eins og Brynjólfur og er ágætis fiskirí hjá þeim. Nýi togarinn hjá Vinnsló heitir Gandí og Gandí gamli fær nafnið Kristbjörg, þannig að nú er það Maggi á Krissunni.

Loðnuveiðar ganga treglega vegna brælu í gær en vonandi finna kapparnir eitthvað í dag í blíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband