Hjólin snúast í Verstöðinni

Moren.

Vestmannaey er að landa 60 tonnum af blönduðum afla. Gullberg er með eitthvað svipað og Suðurey er með 30 tonn + en þeir tíndu trollinu um helgina á Kötlugrunninu en náðu því aftur í gærkvöld.

Sighvatur er undir í Gúanóinu og er að klára að landa 1000 tonnum. Álsey er með 1100 tonn. Kláruðum Guðmund í gærkvöld og hann er farinn til veiða aftur.

Vek athygli á nýjum bloggara á Eyjunni, Finnboga Vikar en hann er með nýjar tillögur í kvótamálunum. Góður umræðugrundvöllur þar á ferð. Er ekki LÍÚ alltaf að kvarta yfir að það vanti tillögur til breytinga? Hér eru þær komnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband