Hjólin snúast í Verstöðinni

Góðan daginn.

Allt á fullu á bryggjunum. Allur Rauði herinn landaði í morgun, ætla að hræða krakkana sína í kvöld á tröllunum. Afli var misjafn, Smáey með 45 tonn, Bergey 25 tonn, Vestmannaey með fullt skip held ég um 60 tonn. Þorsteinn landaði í gær fullfermi af ufsa, snasaði flesta í ufsanum. Dala Rafn og Bylgja lönduðu líka. Suðurey með rúm 40 tonn. Vídalín og Gullberg í landi líka.

Flestir gera sér dagamun í kvöld og fara á sjó á morgun. Það er víst grímuball í kvöld í Höllinni og heyrst hefur að Biggi Sverris verði Lord Nelson.

Ráðherra vor, Hólabiskup gaf út síldarkvóta í gær í einhverju bjartsýniskasti, uppá heil 7000 tonn. Betur má ef duga skal herra biskup.

Gaman að sjá að aflaverðmæti skipa Ísfélagsins á síðasta ári var nálægt 5 milljörðum, þrátt fyrir að Snorri Sturluson sé farinn. En aftur hnýtur maður um þá staðreynd að meðalverð hjá Álsey miðað við sambærileg skip er nokkru lægra, eða um 4-5 kr/kg

Lætur nærri að miðað við kílóverð sé hásetahlutur á Álsey um 1,4 milljónum lægri en hjá öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband