Færsluflokkur: Bloggar

Í borginni

Er staddur í borginnni ekki á Borginni, að snúast fyrir okkar félag. Við eigum tvær íbúðir í Skipholtinu og var að kaupa aðeins inn og sendast. Heyrði á hraðbergi fréttir af afámi sjómannaafsláttar og félagi Sævar bríndi fyrir mönnum að standa vörð um sín réttindi. Tek heilshugar undir það en ég endurtek þá skoðun mína að ef allir taka sömu prósentuskerðingu og sjómenn og þá meina ég allir, þá skal ég ekki vera á móti afnámi sjómannaafsláttar.

Með því sitja allir við sama borð og kannski sjá þá fleiri fáránleikann og aulaháttinn á málinu.

Þó svo sameiginlegir sjóðir landsmanna borgi afsláttinn þá verður ekki hjá því komist að minnast á að sjómenn nýta sér samfélagslega þjónustu minnst allra þjóðfélagshópa.

Áhöfnin á Huginn Ve er á Grand Hotel að mótmæla afnámi sjómannaafsláttarins. Óska þeim góðrar skemmtunar og góðrar heimkomu á sunnudaginn.


Enn um sjómannaafslátt

Þórólfur Mattíasson skrifar um sjómannaafslátt nýverið.

Þar býsnast hann yfir launum sjómanna og fer að bera þau saman við laun forsætisráðherra. Jæja allt í lagi. Prófessorinn veit líklega hvað það er að vera á sjó er það ekki, svona 250-280 daga á ári Það eru ekki allir sem þola álagið sem fylgir löngum fjarverum frá fjölskyldu og vinum. Þeir sem eftir eru og vinna vinnuna sem þarf til að skapa þau miklu verðmæti sem flotinn ber að landi eiga heiður skilinn. Og þótt þeir hafi góð laun þá verður svo að vera, þeir eiga skilið þau laun. Þegar krónan var sem lægst skráð þá voru sjómenn ekkert að væla heldur unnu sína vinnu sem endranær. Þeir vinna nefnilega eftir hlutaskiptakerfi. Það má segja að laun sjómanna fari eftir framboði og eftirspurn, draumi hvers frjálshyggjumanns.

Sjómannaafslátturinn kemur þessu máli ekki nokkuð skapaðan hlut við. Ég minni á söguskýringu í síðasta pistli. Þessi afsláttur er hluti af kjarasamningi okkar og ef ríkisvaldið ætlar að skera afsláttinn burt úr þessum samningi og spara sér rúman milljarð þá er lágmarks krafa að þessi sama ríkisstjórn skeri niður laun annara stétta um sömu prósentu og sjómenn skerðast. Líklega mun hver einasti sjómaður á  Íslandi missa um 300.000 kr.  á ári ef aflsátturinn verður aflagður, eins og reyndar hefur verið boðað og þá myndi hann hverfa í fjórum þrepum frá 2011. 

Meðallaun sjómanna á Íslandi eru líklega um 5-600.000 kr. á mánuði þannig að þessi skerðing er umtalsverð og ég vona að umræddur prófessor sé tilbúinn í slaginn með okkur að verja sín kjör. Við sjómenn vitum af biturri reynslu að ef eitthvað er tekið af okkur þá kemur það ekki aftur baráttulaust, þó öllu fögru hafi verið lofað um efndir og hygg ég að svo sé um fleiri vinnandi stéttir þessa lands. 


Sjómannaafsláttur

Minni á frábæra söguskýringu Haraldar Hanssonar á http://maeglika.blog.is um sjómannaafsláttinn.

Annars er lítið að frétta í Eyjunum, nema allt á fullu í síldinni og vaktir í gangi en þær verða nú ekki lengi ef blessaður ráðherrann ætlar að heykjast á að bæta við kvótann. Sýkingin er ekki eins mikil og menn héldu og yfir 90% er unnið til manneldis.

Jæja Nonni minn bæta nú duglega við síldarkvótann, koma svo.

Og auðvitað þorskinn líka.


Moggabloggari?

Góðan dag.

Fyrirsögnin moggabloggari á nú varla við mig. Hef aldrei keypt moggann né kosið íhaldið.

Samt er ég skráður í sjálfstæðisflokkinn, hvers vegna veit ég ekki. Fékk bréf í jan. s.l. frá Haarde sem óskaði mér til hamingju með að vera genginn í FLokkinn.

En moggabloggið virðist mér vera vettvangur þar sem sjávarútvegurinn er krufinn meira til mergjar en á hinum bloggsvæðunum. Og þá er tilgangnum náð, þ.e. meiri umræður því betra.P1020544Frár Ve 78

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband