Fiskiríið í Verstöðinni

Moren.

Jæja nú er allt farið að snúast. Þórunn og Þorsteinn lönduðu í gær. Þórunn með 100 tonn mest ufsi og Þorsteinn með 120 tonn mest þorsk. Krissan landaði á mánudag eftir tvær lagnir í Faxaflóanum 30 tonnum. Bergur var með 50 tonn í gær. Drangavik með 80 tonn einnig í gær. Vídalín er að landa rúmum 60 tonnum. Sighvatur og Kap koma í fyrramálið báðir með fullfermi af loðnu og eru hættir í bili. Ísfélagsskipin eru enn að og fiska vel, landa sem fyrr á Þórshöfn. Gleymdi Suðurey áðan en þeir lönduðu á föstudag 55 tonnum mest karfa. Voru flestir hundveikir í túrnum kallagreiin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband