Nýárs spjall.

Moren.

Gleðilegt og farsælt nýtt ár til sjávar og sveita.

Fyrsta löndun ársins var í morgun. Þórunn kom með 25 tonn af karfa síðan í fyrradag. Raunar hafði Gullberg landað á anna í nýári en það var aflinn milli hátíða, rúm 40 tonn mest þorskur. Loðnuflotinn er lagstur í víking að leita að gráu kvikindunum.

Hér er ályktun fundar sjómanna í Vestmannaeyjum frá 28 des sl.

Almennur fundur sjómannafélagsins Jötuns og deildar VM í Vestmannaeyjum þann 28. desember 2012 mótmælir harðlega aðferðum LÍÚ gagnvart sjómönnum þessa lands. Eru fulltrúar LÍÚ tilbúnir að mæta með okkur á Austurvöll og mótmæla með okkur afnámi sjómannaafsláttarins?

Nú hafa kjarasamningar verið lausir í tæp tvö ár. Allan þann tíma hafa útvegsmenn neitað að ræða við sjómenn nema með því fororði að laun sjómanna lækki. Fundurinn telur ótækt að LÍÚ beiti þessari aðferð til að knýja á um kröfur sínar. Auðlindagjöld í sjávarútvegi greiða sjómenn ekki.
Ef laun sjómanna lækka um 15% eins og útvegsmenn vilja, mun auðlindagjaldið til ríkisins einungis hækka. Ef það er vilji útgerðarmanna væri gott að vita hvort svo er.

Veiðigjöldin eru skattur á útgerðina sem stjórnvöld kjósa að leggja á hagnað hennar, ekki á laun sjómanna.
Fundurinn krefst þess að Alþingi sjái til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og séu í takt við heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti.
Fundurinn ítrekar enn og aftur mótmæli við afnámi sjómannaafsláttarins. Ábyrgð stjórnvalda hlýtur að vera sú að kjör einstakra stétta skerðist ekki með pólitískum æfingum. Fundurinn krefst þess að skerðingin verði dregin til baka og hluti auðlindagjaldanna verði notaður til að fjármagna kostnaðinn. Lágmarkskrafa er að sjómenn fái umbun vegna langdvala fjarri heimilum sínum. Sjómenn eru sú stétt sem nýtir samfélagslega þjónustu hvað minnst.
Fundarmenn eru sammála um að verðmyndunarmál í uppsjávarfiski séu í hinum mesta ólestri. Í Vestmannaeyjum er greitt lægsta uppsjávarfiskverð á landinu og gerir þeim fyrirtækjum skömm til sem í hlut eiga.
Fundurinn mótmælir harðlega þeirri tilhneigingu sumara útgerðarmanna að fækka í áhöfn á kostnað háseta og vélstjóra. Einnig má færa rök fyrir því að öryggi áhafnar skerðist við fækkun í áhöfn. Þá er betur heima setið en af stað farið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sömu leiðis gleðilegt nýtt ár Valmundur og takk fyrir samskiptin á liðnu ári

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.1.2013 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband